Jafnréttisáætlanir skóla

Málsnúmer 201406121

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 183. fundur - 07.07.2014

Með fundarboði fylgdu jafnréttisáætlanir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins en í vetur hafa Árskógarskóli, Kríla- og Kátakot og Dalvíkurskóli unnið slíkar áætlanir. Fulltrúi jafnréttisstofu hefur verið ráðgefandi og lesið áætlanirnar yfir en þær uppfylla kröfur sem jafnréttislög gera til slíkra áætlana. Tillögur að úrbótum/innleiðingu fylgja áætlununum.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynnti jafnréttisáætlun Árskógarskóla og Drífa Þórarinsdóttir kynnti jafnréttisáætlun Káta- og Krílakots.

Fræðsluráð fagnar því að áætlanirnar liggi fyrir og samþykkir jafnréttisáætlanir Káta- og Krílakots og Árskógarskóla.

Jafnréttisáætlun Dalvíkurskóla verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16. fundur - 11.10.2019

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri fór yfir Jafnréttisáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Lagt fram til kynningar
Skólanefnd TÁT þakkar Magnúsi skólastjóra fyrir góða kynningu á jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlun er samþykkt af Jafnréttisstofu. Jafnréttisáætlun er hluti af námskrá TÁT.