Sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir skóla 2014

Málsnúmer 201405131

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 182. fundur - 11.06.2014

Farið var yfir sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir allra skóla sveitarfélagsins. Stjórnendur kynntu skýrslur sinna skóla. Fræðsluskrifstofan náði ekki að koma ábendingum til stjórnenda um skýrslurnar fyrir fundinn og er afgreiðslu því frestað.

Fræðsluráð - 183. fundur - 07.07.2014

Með fundarboði fylgdu sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir Árskógarskóla, Dalvíkurskóla, Krílakots, Kátakots, og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Skýrslurnar verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.

Magnús Guðmundur Ólafsson kynnti sjálfsmatsskýrslu tónlistarskólans, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynnti sjálfsmatsskýrslu Árskógarskóla og Drífa Þórarinsdóttir kynnti sjálfsmatsskýrslu Kátakots og Krílakots.

Fræðsluráð samþykkir skýrslur tónlistarskólans, Árskógarskóla, Kátakots og Krílakots og áætlanirnar eins og þær liggja fyrir.

Sjálfsmatsskýrsla Dalvíkurskóla verður tekin fyrir á næsta fundi fræðsluráðs.