Ytra mat skóla 2014

Málsnúmer 201405132

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 182. fundur - 11.06.2014

Lögð var fram skýrslan Ytra mat skóla sem unnin var á fræðsluskrifstofu samkvæmt áætlun um ytra mat sem samþykkt var í fræðsluráði fyrir ári síðan.


Fræðsluráð þakkar fyrir skýrsluna, lýsir yfir ánægju með ýmsar jákvæðar niðurstöður um skólastarf. Jafnframt leggur fræðsluráð áherslu á að unnið verði áfram með þær niðurstöður sem ástæða er til samanber umræður. Lagt er til að skýrslan verði tekin fyrir aftur á næsta fundi fræðsluráðs, nýju ráði til frekari upplýsinar.

Fræðsluráð - 183. fundur - 07.07.2014

Með fundarboði fylgdu drög að skýrslu um ytra mat skóla Dalvíkurbyggðar sem fræðsluskrifstofan tekur saman árlega. Drögin eru lítilega breytt frá síðasta fundi ráðsins.
Skýrslan byggir á áætlun um ytra mat skóla sem samþykkt var vorið 2013.

Fræðsluráð fagnar skýrslunni og mun ræða við stjórnendur um þá þætti skýrslunnar sem ráðið vill skoða sérstaklega.

Fræðsluráð - 185. fundur - 15.10.2014

Undir þessum lið sátu Gísli Bjarnason skólastjóra Dalvíkurskóla, Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri og Margrét Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna í Dalvíkurskóla.


Til umfjöllunar var skýrsla vegna ytra mats sem unnin var af skrifstofu fræðslu- og menningarsviðs. Farið var sérstaklega yfir nokkra þætti s.s. leyfisveitingar og símenntun.

Skólastjóri var með tillögu að breytingum á reglum varðandi leyfisveitingar og var falið að leggja þær fyrir á næsta fundi ráðsins.