Fræðsluráð

267. fundur 09. febrúar 2022 kl. 08:00 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund á Teams: Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Magni Þór óskarsson, fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla, Dagbjört Sigurpálsdóttir, kjörinn fulltrúi, Margrét Eiríksdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla.

Aðrir sem sátu fund í Upsa:
Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Erla Hrönn Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti.

Hjördís Jóna Bóasdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla boðaði forföll.

1.Ósk um breytingu á skóladagatali 2021-2022

Málsnúmer 202202022Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, leggja fram ósk um breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum breytingu á skóladagatali Krílakots fyrir skólaárið 2021 - 2022.

2.Inntökureglur í leikskóla

Málsnúmer 202110068Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir endurskoðaðar inntökureglur í leikskólum Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að klára innritunarreglur leikskóla og endurskoðaðar reglur verða lagðar fyrir fræðsluráð á næsta fundi.

3.Bólusetningar barna 5 - 11 ára í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202201017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir upplýsingar frá Heilsugæslu Dalvíkur, um það hvað margir nemendur höfðu skilað sér í bólusetningu.
Lagt fram til kynningar.

4.Skóladagatöl skólanna 2022 - 2023

Málsnúmer 202202009Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fyrstu drög að skóladagatali skólanna fyrir skólaárið 2022 - 2023.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Skóladagatöl skólanna verða lögð fyrir næsta fund fræðsluráðs.

5.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri, fór yfir stöðuna á Innleiðingaráætlun á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur áherslu á að skólarnir haldi Menntastefnu Dalvíkurbyggðar á lofti og innleiði hana með áherslu á skapandi skólastarf.

6.Opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2022

Málsnúmer 202202010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31.01.2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 202201128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá umboðsmanni barna dags. 28.01.2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs