Ósk um breytingu á skóladagatali 2021-2022

Málsnúmer 202202022

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 267. fundur - 09.02.2022

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, leggja fram ósk um breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum breytingu á skóladagatali Krílakots fyrir skólaárið 2021 - 2022.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Guðmundur St. Jónsson kemur inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:58.

Á 267. fundi fræðsluráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, leggja fram ósk um breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2021 - 2022. Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum breytingu á skóladagatali Krílakots fyrir skólaárið 2021 - 2022."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og breytingu á skóladagatali Krílakots þar sem fresta þarf fyrirhugaðri námsferð í apríl 2022 til ársins 2023 þannig að skipulagsdagur er færður frá miðvikudeginum 20. apríl 2022 til fimmtudagsins 2. júní 2022.