Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 262. fundur - 18.08.2021

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir drög að innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar. Ákveðið að fá Gunnar Gíslason forstöðumann Miðstöð skólaþróunnar Háskólans á Akureyri á næsta fund Fræðsluráðs með nánari kynningu.

Fræðsluráð - 263. fundur - 15.09.2021

Gunnar Gíslason, forstöðumaður skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri, fór yfir innleiðingaráætlun á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar. Fyrir næsta fund ætlar Gunnar að vera búinn að tengja markmið menntastefnu nánar við innleiðingaráætlun.

Fræðsluráð - 264. fundur - 13.10.2021

Gunnar Gíslason, forstöðumaður skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri, fór yfir innleiðingaráætlun að nýrri menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 267. fundur - 09.02.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri, fór yfir stöðuna á Innleiðingaráætlun á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur áherslu á að skólarnir haldi Menntastefnu Dalvíkurbyggðar á lofti og innleiði hana með áherslu á skapandi skólastarf.

Fræðsluráð - 268. fundur - 09.03.2022

Gunnar Gíslason, forstöðumaður hjá Miðstöð skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri, kemur á fund og upplýsir fræðsluráð Dalvíkurbyggðar um stöðu á innleiðingaferli á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að innleiða Menntastefnu Dalvíkurbyggðar í öllum skólastofnunum Dalvíkurbyggðar á markvissan hátt.

Fræðsluráð - 270. fundur - 11.05.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð leggur ríka áherslu á að þessu góða starfi við innleiðingu menntastefnu Dalvíkurbyggðar verði haldið áfram á markvissan hátt.
Fulltrúar Grunnskóla fóru af fundi kl. 09:20

Fræðsluráð - 271. fundur - 29.06.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir og kynnti Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 277. fundur - 14.12.2022

Gunnar Gíslason, forstöðumaður skólaþróunar, Háskólans á Akureyri, fór yfir stöðuna á innleiðingarferli skólanna á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar frá 2021 og næstu skref í ferlinu.
Þökkum Gunnar Gíslasyni fyrir erindið. Mjög brýnt er að fara í stöðumat á innleiðingu á menntastefnu sem verði kynnt fyrir fræðsluráði í apríl/maí 2023.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitastjóri, fór af fundi kl. 09:15

Fræðsluráð - 280. fundur - 08.03.2023

Umræður um innleiðingaráætlun fyrir nýja menntastefnu Dalvíkurbyggðar
Unnið er að stöðumati á innleiðingu á menntastefnu og verður kynnt fyrir fræðsluráði í apríl/maí 2023.

Fræðsluráð - 282. fundur - 14.06.2023

Gunnar Gíslason, forstöðumaður í Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, fer yfir stöðu mála er varðar innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Máli frestað til næsta fundar hjá Fræðsluráði.
Leikskólafólk á Kríló fór af fundi kl. 09:45.

Fræðsluráð - 283. fundur - 16.08.2023

Gunnar Gíslason, forstöðumaður í Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, fer yfir stöðu mála er varðar innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar, fyrir upplýsingar er varða stöðuna á innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar. Margt er búið að gerast og er á réttri leið. Mikilvægt er fyrir fræðsluráð að fá mælanlega stöðu á verkefninu inn á fund fræðsluráðs með reglulegum hætti.

Fræðsluráð - 289. fundur - 17.01.2024

Gunnar Gíslason, forstöðumaður Miððstöðvar skólaþróunar HA, fór yfir framvindu verkefnis og næstu skref.
Fræðsluráð þakkar Gunnari fyrir yfirferð á stöðu mála er varðar innleiðingu á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar í skólum sveitarfélagsins.
Ágústa og Dominique Gyða, fóru af fundi kl. 09:55