Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Málsnúmer 202511051

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 291. fundur - 11.11.2025

Lagt fram til kynningar rafpóstur dagsettur 6.nóvember sl. frá Öryrkjabandalagi Íslands varðandi Alþjóðadag fatlaðs fólks um réttindarbaráttu sem er þann 3.desember nk. Með þessum rafpósti er ÖBÍ að athuga hvort Dalvíkurbyggð vilji taka þátt í þessum degi og lýsa upp byggingar í sveitarfélaginu með fjólubláu ljósi frá 29.nóvember til 5.desember næstkomandi og leggja þannig þessari mikilvægu baráttu lið.
Félagsmálaráð hvetur stofnanir sveitarfélagsins og einstaklinga að taka þátt í verkefninu og lýsa upp húsin sín með fjólubláu ljósi vikuna 29.nóvember til 5.desember og leggja verkefninu lið.