Bréf til sveitarfélaga vegna NPA

Málsnúmer 202510043

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 290. fundur - 14.10.2025

Tekið fyrir erindi frá ÖBÍ dags. 09.10.2025 þar sem vakin er athygli á biðtíma eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) sem sveitarfélög veita á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ÖBÍ réttindasamtökum berast reglulega frá umsækjendum um NPA er talsverður fjöldi einstaklinga sem enn bíða þess að fá slíka þjónustu fá sínu sveitarfélagi. ÖBÍ óskar þess vegna eftir því að sveitarfélagið svari nokkrum spurningum sem gefa mynd af biðlista eftir NPA í sveitarfélaginu og ástæðum þess að slík þjónusta hefur ekki hafist.
Í Dalvíkurbyggð er engin umsókn um NPA óafgreidd og hafa allir sem sótt hafa um fengið NPA.