Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda

Málsnúmer 202509109

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 290. fundur - 14.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 18.09.2025 en vakin er athygli á styrkjum sem standa til boða. Hægt er að sækja um styrk til að efla samstarf og nýsköpun í íslenskunámi innflytjenda. Gert er ráð fyrir samstarfi þvert á kerfi menntunar, atvinnulífs og/eða velferðar þar sem samstarfsaðilar geta verið skólar, fræðsluaðilar, sveitarfélög o.fl.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð vekur athygli á að mörg fyrirtæki innan sveitarfélagsins og sveitarfélagið sjálft hafa verið í góðu samstarfi við Símey um íslenskukennslu fyrir erlenda íbúa.