Félagsmálaráð

244. fundur 10. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011018Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202011018

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011022Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202011022

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202007008Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202007008

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011056Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202011056

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 19.10.2020 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Þar kemur fram að stofnuninni hafi borist þó nokkrar ábendingar vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Ábendingarnar snúa helst að afgreiðsluferli umsókna um NPA samninga, að sá ferill, bæði hjá sveitarfélögum og félagsmálaráðuneytinu sé ógagnsær og afgreiðslutími of langur. Þá snúa ábendingar einnig að því að sveitarfélog hafa ekki sett sér reglur um NPA. Gæða- og eftirlitsnefnd hefur hvatt félagsmálaráðuneytið að hefja endurskoðun á NPA reglugerð og handbók um NPA í samvinnu við viðeigandi aðila.
Lagt fram til kynningar.

6.Tilkynning um opnun heimilisins

Málsnúmer 202010049Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar rafpóstur dags. 30.09.2020 frá Áfangaheimilinu Benediktu á Akureyri. Ekki er annað starfandi áfangaheimili á svæðinu og langir biðlistar hjá áfangaheimilium víða um land. Áfangaheimilið Benedikta getur hýst 12 manns og tekur við skjólstæðingum frá öllum landshornum. Starfssemin er í samstarfi við SÁÁ.
Lagt fram til kynningar.

7.Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.

Málsnúmer 202010055Vakta málsnúmer

Lagður fram rafpóstur dags. 13.10.2020 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á barnalögum nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns) 11. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Miðstöð velferðatækni, áhersluverkefni 2019

Málsnúmer 202010045Vakta málsnúmer

Málið var tekið fyrir á 960. fundi Byggðaráðs sem haldinn var í fjarfundi 15. október 2020. Þar var bókað: "Á ársfundi SSNE þann 10. október 2020 var kynnt áhersluverkefni 2019, Miðstöð velferðatækni. Í verkefninu fólst að kanna fýsileika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi.

Markmið verkefnisins var að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leiðbeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir. Markmiðið er að auka þannig lífsgæði eldra fólks og hagkvæmni í veitingu þjónustunnar. Miðstöðin þjóni íbúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og mögulega öllu landinu.

Með fundarboði fylgdi hlekkur á lokaskýrslu verkefnisins.
Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs til umfjöllunar."
Félagsmálaráði lýst vel á samstarf sveitarfélaganna vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðatækni á Norðurlandi eystra og felur starfsmönnum að koma með frekari kynningu á næsta fundi.

9.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stöðuskýrslur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19. Alls er um 4 skýrslur að ræða.
Lagt fram til kynningar.

10.íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að reglum um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila frá sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eiga börn rétt á íþrótta/frístundastyrk ef heildartekjur foreldra eru undir 740.000 kr. Sveitarfélagið sér um afgreiðslu og útgreiðslu styrkjanna. Umsóknir slíkra styrkja fara fram í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins. Opna á fyrir umsóknir 15. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Leiðbeiningar um framkvæmd stoðþjónustu

Málsnúmer 202011046Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23.10.2020. Um er að ræða leiðbeiningar um framkvæmd stoðþjónustu skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig var tekinn fyrir gátlisti vegna efnis og framsetningar rökstuðnings fyrir ákvörðun sveitarfélaga í máli um stuðnings- og stoðþjónustu
Lagt fram til kynningar.

12.Gagnagrunnur fyrir leitarvél

Málsnúmer 202011047Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 05.10.2020 frá Minningarsjóði Einars Darra/Eitt líf en verið er að vinna að gagnagrunni með úrræðum sem veita aðstoð við ýmsum vanda.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202009052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar starfsáætlun fyrir félagsmálasvið starfsárið 2021 eftir athugasemdir byggðarráðs. Einnig farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 með athugasemdum byggðarráðs
Lagt fram til kynningar.

14.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201908017Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu fjárhagsáætlunar ársins 2020
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Felix Jósafatsson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi