Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

Málsnúmer 201810064

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 79. fundur - 17.10.2018

Með rafpósti, sem dagsettur er 12. október 2018 barst erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem eftirfarandi kom fram:

"Ágæti viðtakandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls."

Fram kemur í ofangreindri tillögu til þingsályktunar
um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023 á bls. 16 að Hafskipabryggja á Dalvík fái 79,7 millj. á næsta fjárhagsári og Hauganes, flotbryggja 7,3 millj. á árinu 2021. Einnig er gert ráð fyrir endurnýjun á stálþili Norðurgarðs á árinu 2022 og 2023, heildarframlag 95,0 millj.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir ánægju sinni með framkomna tillögu sem snýr að hafnamannvirkjum í Dalvíkurbyggð, en vekur athygli á að uppi er ágreiningur um kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs við hafnarframkvæmdir sem þegar er lokið, samanber erindi Dalvíkurbyggðar til samgönguráðs dagsett 12. september 2018.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018


Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Með innsendu erindi dags. 12. október 2018 óskar Hildur Edwald fyrir hönd Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir umsögn vegna þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172 mál.
Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar vill koma eftirfarandi umsögn á framfæri.
Ráðið harmar að framkvæmdir við vegi 805,02-03 og 807,02-03 sem eru framdalir Svarfaðar og Skíðdals, séu ekki inni á tillögu að fimm ára samgönguáætlun.
Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni vegna málsins.

Byggðaráð - 885. fundur - 25.10.2018

Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október s.l. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. "

Sveitarstjóri kynnti tillögu sína að umsögn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsögn eins og hún liggur fyrir.