Skólamatur - Breyting á kostnaðarskiptingu

Málsnúmer 201809031

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 229. fundur - 12.09.2018

Í málefna- og samstarfssamningi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022 kemur fram að í ljósi góðrar rekstrarafkomu sveitarfélagsins undanfarið ætlar sveitarfélagið að hækka mótframlag sitt til skólamáltíða grunnskólastigs í 50% frá næstu áramótum. Málið verður síðan endurskoðað við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að frá og með 1.janúar 2019 verði kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins í skólamat á grunnskólastigi 50% í stað 40% eins og nú er.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018

Á 229. fundi fræðsluráðs þann 12. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Í málefna- og samstarfssamningi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022 kemur fram að í ljósi góðrar rekstrarafkomu sveitarfélagsins undanfarið ætlar sveitarfélagið að hækka mótframlag sitt til skólamáltíða grunnskólastigs í 50% frá næstu áramótum. Málið verður síðan endurskoðað við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.

Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að frá og með 1.janúar 2019 verði kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins í skólamat á grunnskólastigi 50% í stað 40% eins og nú er."

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar með vísan í 4. lið hér að ofan.