Starfs- og fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer 201808031

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 76. fundur - 15.08.2018

Fyrir fundinum liggja gögn um fjárhagsáætlunarferlið og tímaramma. Gert er ráð fyrir a.m.k. þrem fundum veitu- og hafnaráðs vegna vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 77. fundur - 05.09.2018

Farið var yfir tillögur að framkvæmdum næsta árs og í tengslum við það var þiggja ára áætlun skoðuð til að sjá hvert framlag var áætlað á árinu 2019, til framkvæmda, við afgreiðslu sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun 2018.
Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina þau verkefni sem voru til umræðu á fundinum.

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum ramma að fjárhagsáætlun 2019 og þær tillögur að breytingum sem gerðar hafa verið á þeim. Sviðsstjóri kynnti einnig tillögur að framkvæmdum næsta árs fyrir þær stofnanir sem ráðið hefur með að gera.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar og felur sviðsstjóra að lagfæra hana til samræmis við athugasemdir á fundinum.
Með vísan til bókunar í 3. lið fundargerðarinnar, vill veitu- og hafnaráð benda á nauðsyn þess að auka fjárveitingu til framkvæmda á vegum fráveitu, en þar segir í 10. lið
"Frárennslismál eru ekki ásættanleg eins og þau eru í dag, að bæði endi þau í flæðarmálunum. Íbúaráð leggur til að þetta mál verði sett í forgang að gengið verði frá frárennslismálum á svæðinu.

Veitu- og hafnaráð - 79. fundur - 17.10.2018

Nokkrar athugasemdir voru gerðar við starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, þær eru helstar hvað rekstur varðar:
Lækkun tekna á milli ára hjá Vatnsveitu og Hitaveitu eru um kr. 3.8 milljónir, þar er um að ræða annars vegar álagningu vatnsgjalds á fasteignir og hins vegar minni tekjur af heimlagnagjaldi hitaveitu. Einnig er gert ráð fyrir leiðréttingu á þjónustugjaldi til Tengis ehf vegna samskipta dælustöðva veitna við stjórnstöð að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Rafmagnskostnaður hefur verið að hækka vegna dælingar hjá fráveitu og sama má segja hjá hitaveitu, hluti þess er vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu. Breyting samtals milli ára er kr. 3,7 milljónir.
Framangreindar skýringar koma frá á innsendum gögnum þar sem tilgreindar skýringar eru við hvern lykil.
Athugasemdir voru einnig gerðar við framkvæmdaáætlun, þar skráði sviðsstjóri heildarkostnað vegna Austurgarðs í stað hlutdeildar Hafnasjóðs og er búið að lagfæra það og er heildarkostnaður tilgreindur einnig í framkvæmdaslista sem fylgir starfsáætlun.
Engar aðrar breytingar eru gerðar á framkvæmdaáætlun, sviðsstjóri hefur yfirfarið alla útreikninga og eru þeir réttir. Bent var á að úttektir á veitukerfi ættu ekki heima undir framkvæmdum þ.e. eignfærslu. Það er skoðun ráðsins að rétt sé að færa þetta sem eignfærslu vegna þess að síðar mun þessi frumhönnun verða notuð til að endurbæta dreifikerfi veitnanna.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum endurskoðaða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2019.

Byggðaráð - 884. fundur - 18.10.2018

Á 79. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Nokkrar athugasemdir voru gerðar við starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, þær eru helstar hvað rekstur varðar:
Lækkun tekna á milli ára hjá Vatnsveitu og Hitaveitu eru um kr. 3.8 milljónir, þar er um að ræða annars vegar álagningu vatnsgjalds á fasteignir og hins vegar minni tekjur af heimlagnagjaldi hitaveitu. Einnig er gert ráð fyrir leiðréttingu á þjónustugjaldi til Tengis ehf vegna samskipta dælustöðva veitna við stjórnstöð að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Rafmagnskostnaður hefur verið að hækka vegna dælingar hjá fráveitu og sama má segja hjá hitaveitu, hluti þess er vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu. Breyting samtals milli ára er kr. 3,7 milljónir.
Framangreindar skýringar koma frá á innsendum gögnum þar sem tilgreindar skýringar eru við hvern lykil.
Athugasemdir voru einnig gerðar við framkvæmdaáætlun, þar skráði sviðsstjóri heildarkostnað vegna Austurgarðs í stað hlutdeildar Hafnasjóðs og er búið að lagfæra það og er heildarkostnaður tilgreindur einnig í framkvæmdaslista sem fylgir starfsáætlun.
Engar aðrar breytingar eru gerðar á framkvæmdaáætlun, sviðsstjóri hefur yfirfarið alla útreikninga og eru þeir réttir. Bent var á að úttektir á veitukerfi ættu ekki heima undir framkvæmdum þ.e. eignfærslu. Það er skoðun ráðsins að rétt sé að færa þetta sem eignfærslu vegna þess að síðar mun þessi frumhönnun verða notuð til að endurbæta dreifikerfi veitnanna.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum endurskoðaða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2019."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð starfsáætlun veitu- og hafnasviðs ásamt samantekt yfir áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingar á framkvæmdaáætlun veitu- og hafnasviðs:
Úttekt á veitukerfi, alls 3,5 m.kr., fari á rekstraráætlun.
Rannsóknir vegna undirbúnings borunar á Brimnesborgum, 3,0 m.kr, fari á rekstraráætlun.
Hitastigulsholur í dölunum, 2,0 m.kr, fari á rekstraráætlun.
Samanlagt 8,5 m.kr. sem eru færðar af framkvæmdaáætlun og yfir á rekstraráætlun.