Nokkrar athugasemdir voru gerðar við starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, þær eru helstar hvað rekstur varðar:
Lækkun tekna á milli ára hjá Vatnsveitu og Hitaveitu eru um kr. 3.8 milljónir, þar er um að ræða annars vegar álagningu vatnsgjalds á fasteignir og hins vegar minni tekjur af heimlagnagjaldi hitaveitu. Einnig er gert ráð fyrir leiðréttingu á þjónustugjaldi til Tengis ehf vegna samskipta dælustöðva veitna við stjórnstöð að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Rafmagnskostnaður hefur verið að hækka vegna dælingar hjá fráveitu og sama má segja hjá hitaveitu, hluti þess er vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu. Breyting samtals milli ára er kr. 3,7 milljónir.
Framangreindar skýringar koma frá á innsendum gögnum þar sem tilgreindar skýringar eru við hvern lykil.
Athugasemdir voru einnig gerðar við framkvæmdaáætlun, þar skráði sviðsstjóri heildarkostnað vegna Austurgarðs í stað hlutdeildar Hafnasjóðs og er búið að lagfæra það og er heildarkostnaður tilgreindur einnig í framkvæmdaslista sem fylgir starfsáætlun.
Engar aðrar breytingar eru gerðar á framkvæmdaáætlun, sviðsstjóri hefur yfirfarið alla útreikninga og eru þeir réttir. Bent var á að úttektir á veitukerfi ættu ekki heima undir framkvæmdum þ.e. eignfærslu. Það er skoðun ráðsins að rétt sé að færa þetta sem eignfærslu vegna þess að síðar mun þessi frumhönnun verða notuð til að endurbæta dreifikerfi veitnanna.