Byggðaráð

672. fundur 05. september 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá UT-teymi; Upplýsingatækni í skólastarfi Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201305089Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 671. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið.

Hildur Ösp og Guðrún Pálína gerðu byggðarráði grein fyrir fundi UT-teymis þar sem fjallað var um upplýsingatækni í skólastarfi og tillögur frá skólastjórum leik- og grunnskóla og tölvuumsjónarmanni fyrir næsta starfs- og fjárhagsár.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að málið verði tekið upp á næsta fundi byggðarráðs. Byggðarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna leiðir innan fjárhagsramma fræðslu- og uppeldismála til að fjármagna verkefnið og koma með tillögur inn á næsta fund.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi erindi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september 2013, er varðar millifærslu málaflokks til kaupa á tölvu- og tæknibúnaði.

Í erindinu kemur fram ósk um að hagræða innan ramma 2013 og ná að hraða innleiðingu á upplýsingatækni í skólastarfi með því að fresta fyrirhuguðum verkefnum á árinu 2013. Í samantekt kemur fram hægt sé að hliðra til um kr. 4.136.000 í málaflokknum,inni í því er kr. 150.000 af málaflokki 32 vegna búnaðarkaupa í Árskógarskóla, en þó með því að til komi viðauki að upphæð kr. 700.000 vegna veikindalauna i Krílakoti sem voru leyst innanhúss.

Hildur Ösp vék af fundi kl.08:33.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila þær tilfærslur á milli deilda innan málaflokks 04 og málaflokks 32 sem óskað er eftir og að sú fjárhæð verði nýtt til þess að kaupa tölvubúnað í samræmi við þau gögn sem kynnt voru á 671. fundi byggðarráðs.

2.Frá umhverfis- og tæknisviði; varðar stöðumat janúar - júní 2013.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201308041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs.

Á 670. fundi byggðarráðs þann 22. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað um stöðumat hvað varðar samanburð rekstrar við heimildir í fjárhagsáætlun fyrir janúar - júní 2013 fyrir málaflokka og deildir sem falla undir umhverfis- og tæknisvið.

Börkur Þór gerði grein fyrir beiðnum sínum um viðauka sem komu fram í stöðumatinu.

a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til umhverfis- og tæknisviðs og fræðslu- og menningarsviðs að undirbúa flutning á verkefni vinnuskóla, deild 06-27, yfir á fræðslu- og menningarsvið  frá og með 1.1.2014 en í samstarfi áfram við umhverfis- og tæknisvið.b)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fara yfir málaflokka og deildir sem heyra undir sviðið og koma með tillögur fyrir byggðarráð hvernig hægt sé að bregðast við framúrkeyrslum með því að skera niður kostnað og framkvæmdir á móti.  Leggja þarf nýjar viðhalds- og framkvæmdaráætlun fyrir umhverfisráð og byggðarráð er varðar málaflokka 31 og 32.

3.Fjárhagsáætlun 2014 -2017; Álagning fasteignagjalda 2014. Til kynningar.

Málsnúmer 201309008Vakta málsnúmer

Til umræðu forsendur vegna álagningar fasteignagjalda fyrir árið 2014 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014-2017.

Fram kom nokkrar hugmyndir sem verða skoðaðar áfram.

4.Íbúðir fyrir aldraða.Til kynningar.

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað, tekið saman af sveitarstjóra, hvað varðar þann möguleika að byggðar verði íbúðir fyrir aldraða með þátttöku Búseta eða Búmanna. Vísað er til þess að á árinu 2008 voru Tréverk og Búseti á Norðurlandi komnir í viðræður um þann möguleika að byggja kaupleiguíbúðir fyrir aldraða og ef til vill tengja þær Dalbæ með einhverjum hætti. Af ýmsum ástæðum féllu viðræður niður en 3. september s.l. var haldinn fundur fulltrúa Dalvíkurbyggðar, Tréverks og Dalbæjar. Fram kom að áhugi er óbreyttur á verkefninu.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 10:49.

5.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017.Tillaga um breytingu á grein 3.4. í samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Á 670. fundi byggðarráðs þann 22. ágúst 2013 fól byggðarráð framkvæmdastjórn að yfirfara tillögur hvað varðar breytingu á grein 3.4. um umbun í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga framkvæmdastjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillöguna eins og  hún liggur fyrir.

6.Frá Húsabakka ehf.; Fjárhagsáætlun 2014; viðhald á Húsabakka.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201308044Vakta málsnúmer


Tekið fyrir erindi frá Húsabakka ehf., dagsett þann 21. ágúst 2013, er varðar ábendingar um viðhald sem þarf að framkvæmda á Húsabakka og Hrafnabjörgum (syðri vistinni).
Byggðarráð samþykkir samhljóða með  3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar.

7.Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka ses.; Fjárhagsáætlun 2014.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer


Tekið fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett þann 21. ágúst 2013, þar sem fram kemur óskir um að mótuð verð framtíðarstefna um Friðland Svarfdæla og aðkomu Náttúruseturins að því og að gert verði ráð fyrir kostnaði þar að lútandi á næsta fjárhagsári.

Einnig er ítrekað:

-
Að gengið verði frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um Friðlandið.
-
Að unnið verði að því með öllum ráðum að fá landvarðarstöðu á Húsabakka.
-
Að Náttúrusetrið á Húsabakka hafi með höndum forsjá Friðlandsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
-
Að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, menningarráðs og umsjónarnefndar um Friðland Svarfdæla til skoðunar.

8.Frá Magnúsi G. Gunnarssyni og Símoni Páli Steinssyni; Fjárhagsáætlun 2014; Minnisvarði; beiðni um styrk.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201309002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Gamalíel Gunnarssyni og Símoni Páli Steinssyni, bréf dagsett þann 19. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til að varðveita minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Fram kemur að minnisvarðinn er orðinn nokkuð skemmdur af veðri og vindum og leiðinlegt að horfa upp á hann grotna niður. Hluti af verkinu verður unninn í sjálfboðavinnu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til skoðunar.

9.Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2014; Beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu á fasteignagjöldum.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201308067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 12. ágúst 2013, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að hún við gerð fjárhagsáætlunar sjái sér fært að veita Dalvíkurkirkju fjárstyrk á árinu 2014 eins og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs.

10.Frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð; Fjárhagsáætlun 2014; Ósk um gerð styrktarsamnings til þriggja ára.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Félags eldri borgara, bréf dagsett þann 29. ágúst 2013, þar sem fram kemur beiðni um styrktarsamning til þriggja ára þannig að árlegum styrkur nemi kr. 500.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og menningarráðs til skoðunar.

11.Frá K. Boga Antonssyni og Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur; Fjárhagsáætlun 2014; ýmislegt.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201307082Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék af fundi Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, vegna vanhæfis kl.10:55 til kl. 11:00.

Tekið fyrir erindi frá K. Boga Antonssyni og Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttir, bréf dagsett þann 30. júlí 2013, er varðar meðal annars gangstétt, umhirðu og merkingar í kringum Hólaveg 19.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til skoðunar.

12.Frá Kötlu ehf.; Klapparstígur 5, bílskúr.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201208033Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu byggðarráð grein fyrir erindi og málaleitan framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Kötlu ehf. um að meint eignarhald félagsins á bílskúr við Klapparstíg 5 á Hauganesi. Húseignin við Klapparstíg 5 var seld árið 2012,raðhúsaíbúð og bílskúr, sem var skráð 100% eign Dalvíkurbyggðar í Fasteignaskrá. Katla ehf. byggði umrætt raðhús á sínum tíma en vegna reglna voru bílskúrar ekki hluti af félagslegu húsnæði og því hafi þurft að skrá bílskúrinn á Kötlu ehf. og sú skráning haldið sér þar til árið 2007 að Fasteignaskrá færði umræddan bílskúr á nafn Dalvíkurbyggðar. Forsvarsmenn byggingarfélagsins Kötlu ehf. hafa því farið fram á hluta af söluandvirði af Klapparstíg 5.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til að leysa málið í samræmi við umræður á fundinum.

13.Frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar; Fundargerðir HNE 2013 frá 13.mars, 24. apríl og 5. júní.Til kynningar.

Málsnúmer 201302121Vakta málsnúmer

Ofangreindar fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs