Frá umhverfis- og tæknisviði; varðar stöðumat janúar - júní 2013.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201308041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 672. fundur - 05.09.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs.

Á 670. fundi byggðarráðs þann 22. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað um stöðumat hvað varðar samanburð rekstrar við heimildir í fjárhagsáætlun fyrir janúar - júní 2013 fyrir málaflokka og deildir sem falla undir umhverfis- og tæknisvið.

Börkur Þór gerði grein fyrir beiðnum sínum um viðauka sem komu fram í stöðumatinu.

a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til umhverfis- og tæknisviðs og fræðslu- og menningarsviðs að undirbúa flutning á verkefni vinnuskóla, deild 06-27, yfir á fræðslu- og menningarsvið  frá og með 1.1.2014 en í samstarfi áfram við umhverfis- og tæknisvið.b)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fara yfir málaflokka og deildir sem heyra undir sviðið og koma með tillögur fyrir byggðarráð hvernig hægt sé að bregðast við framúrkeyrslum með því að skera niður kostnað og framkvæmdir á móti.  Leggja þarf nýjar viðhalds- og framkvæmdaráætlun fyrir umhverfisráð og byggðarráð er varðar málaflokka 31 og 32.