Byggðaráð

718. fundur 20. nóvember 2014 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá félagi byggingafulltrúa; Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingafulltrúa.

Málsnúmer 201411023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Félagi byggingafulltrúa, dagsett þann 7. nóvember 2014, þar sem fram kemur að samkvæmt ákvæðum Mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar er gerð krafa um að frá og með 1. janúar 2015 skuli byggingarfulltrúar, auk hönnuða, iðnmeistara og byggingarstjóra, vera búnir að koma sér upp og innleiða gæðastjórnunarkerfi fyrir störf sín og afgreiðslur.Í gegnum félagið var unnið að sameiginlegri gæðastjórnunarhandbók fyrir alla byggingafulltrúa með rafrænum gögnum.

Upplýst var á fundinum að Dalvíkurbyggð tekur þátt í ofangreindu og hefur einnig fest kaup á og innleitt rafrænt gæðastjórnunarkerfi; OneQuality.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá nefndasviði Alþingis; Endurskoðun laga um lögheimili.

Málsnúmer 201411044Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 10. nóvember 2014, þar sem fram kemur að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 28. nóvember n.k.
Lagt fram.

3.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Málsnúmer 201411087Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 17. nóvember 2014, þar sem fram kemur að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagar frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 4. desember n.k.
Lagt fram.

4.Frá innanríkisráðuneytinu; Skil á fjárhagsáætlun áranna 2015-2018.

Málsnúmer 201411067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 10. nóvember 2014, þar sem minnt er á skil og fyrirkomulag skila á fjárhagsáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2015-2018 til Hagstofu Íslands að aflokinni síðari umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram.

5.Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014. Tilnefning fulltrúa í vinnuhóp vegna áfanga #3.

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:42.

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar 2014 var kynnt drög að verkefnalýsingu og verkefnaáætlun vegna verkefnavinnu um Ímynd Dalvíkurbyggðar.

Í ferlinu er nú komið að því að setja saman vinnuhóp vegna áfanga #3; Ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags. Lagt er til að vinnuhópinn skipi; vinnuhópurinn sem hefur komið að áfanga #1 og #2, 2-3 kjörnir fulltrúar og 2 úr samfélaginu.

Þeir sem eru nú í vinnuhópnum eru:
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálaviðs.
Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna.
Óli Þór Jóhannsson, starfsmaður veitu- og hafnasviðs.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols.

Margrét vék af fundi kl. 08:57.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að auglýsa á www.dalvikurbyggd.is eftir íbúum í ofangreindan vinnuhóp.

6.Upplýsingamiðstöð; rekstur 2015

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Frestað.

7.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.Kl. 9:00.

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 09:05 vegna vanhæfis undir þessum lið.

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 9:05 Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi,Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Kristján Ólafsson, formaður UMFS, Jóna Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri UMSF og Björn Friðþjófsson, ráðgjafi í vallarmálum.

Til umræðu afgreiðslur byggðarráðs frá 717. fundi þann 13. nóvember s.l. er varða beiðni um styrk og aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði UMFS.

Byggðarráð hefur samþykkt eftirfarandi:
Fella úr gildi fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 18.10.2013 um 40,0 m.kr. styrk árin 2014 og 2015 vegna 1/2 gervigrasvallar og 35,0 m.kr. framlag á fjárfestingar árin 2016 og 2017 vegna 400 m hlaupabrauta, meðal annars í tengslum við unglingalandsmót í frjálsum íþróttum sem stóð til að sækja um; alls 150 m.kr.
Hafna erindi UMFS um styrk að upphæð 150 m.kr. vegna gervigrasvallar í fullri stærð og 15 m.kr. framlag Hitaveitu vegna hitalagnar að velli. Byggðarráð samþykkti að veita 3,0 m.kr. styrk árið 2015 til átaks í endurbótum á æfingarsvæði. Einnig var bókað að núverandi samningur við UMFS rennur út 31.12.2015 og við endurskoðun á samningi telur byggðarráð mikilvægt að taka til umfjöllunar framtíðar uppbyggingu á núverandi svæði og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að því. Fyrir þann tíma telur byggðarráð mikilvægt að deiliskipulag íþróttasvæðis liggi fyrir.

Til umræðu ofangreint.

Hildur Ösp, Gísli Rúnar, Kristinn Ingi, Kristján, Jóna Guðrún og Björn viku af fundi kl. 10:03.
Í samráði við fulltrúa stjórnar UMFS á fundinum samþykkir byggðarráð með 2 atkvæðum að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn, í samráði við stjórn UMFS, og að erindisbréfið fari síðan fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Hluti af verkefni þessa vinnuhóps væri að fara yfir framtíðarsýn hvað varðar uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Kristján Guðmundsson kom á fundinn að nýju kl. 10:04.

8.Fjárhagsáætlun 2015; Afsláttur fasteignaskatts 2015 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegar; endurskoðun reglna.

Málsnúmer 201411011Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglur Dalvíkurbyggðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2014 til endurskoðunar fyrir árið 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að afsláttur skv. 4. gr. hækki samkvæmt launavísitölu miðað við október / október.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að afsláttur verði tekjutengdur og taki breytingum samkvæmt launavísitölu miðað við október / október.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar fjárhæðir hækki samkvæmt launavísitölu framvegis nema að annað sé ákveðið.

Að öðru leiti standi reglurnar óbreyttar á milli ára.

9.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018;fjárhagsáætlunarlíkan til síðari umræðu.

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Á 717. fundi byggðarráðs þann 13. nóvember 2014 var til umfjöllunar frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 á milli umræðna í sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkti eftirfarandi:
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áorðnar breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun og vísar þeim á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fella úr gildi fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013 um að veita fjármagni til íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð á þann hátt sem segir í bókuninni frá 18.10.2013 hér að framan.
Byggðaráð telur að ekki séu lengur forsendur fyrir fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013. Um var að ræða tillögu sem var inn á starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2018.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóri kynntu tillögu að fjárhagsáætlun 2015-2018 í fjárhagsáætlunarlíkani með breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna.

Helstu breytingar eru eftirtaldar:
Breyting á fjárfestingaáætlun árin 2015-2018, sérstaklega hvað varðar dreifingu verkefna á ofangreind ár.
Styrkur vegna gervigrasvallar tekinn út sem og fjárfesting vegna hlaupabrauta. Viðbótarstyrkur til UMFS að upphæð 3,0 settur inn árið 2015.
Leiga Eignasjóðs endurreiknuð vegna breytinga á fjárfestingum árin 2015-2018, gerðar breytingar í aðalsjóði og Eignasjóði vegna þessa.
Breyting á áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs í samræmi við nýjustu upplýsingar, málaflokkur 00 og deildir 04-24 og 04-21.
Launakostnaði vegna starfs umhverfisstjóra skipta upp á milli málaflokka þannig að 65% er á málaflokki 11, 25% á málaflokki 10 og 10% á málaflokki 08.
Leiga Eignasjóðs vegna Kátakots tekin út frá 1.1.2017 þar sem stefnt er að selja húsnæðið við Hólaveg 1 ásamt færanlegri kennslustofu.
Breytingar gerðar á áætlaðir lántöku, afborgunum, innri viðskiptum og vöxtum í samræmi við ofangreindar breytingar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvikurbyggðar 2015-2018 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.

10.Frá 262. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2014; breyting á texta í samþykkt um laun og fundaþóknanir kjörinna fulltrúa.

Málsnúmer 201409177Vakta málsnúmer

Gunnþór vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 11:33 og varaformaður tók við fundarstjórn.

Á 262. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2014 var samþykkt eftirfarandi tillaga:
Með vísan til erindis formanns byggðaráðs vill forseti sveitarstjórnar leggja til að erindinu verði vísað frá. Jafnframt er lagt til, þar sem samþykkt um laun kjörinna fulltrúa frá 18. júní s.l. má misskilja, að byggðaráð taki fyrir þessa samþykkt og geri breytingar án efnisbreytingar en skýri betur í texta hvað felst í henni.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að breyttum texta.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Gunnþór kom að fundinn að nýju kl. 11:35.

11.Stöðumat janúar - september 2014; skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201410309Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat á starfs- og fjárhagsáætlun 2014, janúar - september.

Almennt er mat stjórnenda að staða rekstrar og fjárfestinga er í lagi með nokkrum undantekningum. Eitt af því er málefni fatlaðra í málaflokki 02.
Með stöðumatinu fylgdi erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2014, deild 02-11 fjárhagsaðstoð, að upphæð kr. 2.200.000. Einnig óskar sviðsstjóri eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014, deild 57-30, að upphæð kr. 2.560.000 vegna félagslegar íbúða, og kr. 160.000 vegna deildar 57-40 vegna hússjóða Félagslegra íbúða.
Með stöðumati umhverfis- og tæknisviðs fylgdi erindi frá sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 7. nóvember 2014, er varðar beiðnir um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 er varðar viðhald.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra, sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda erindi til Rætur bs. og óska eftir upplýsingum og skýringum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að eiga fundi með einstökum stjórnendum um frávik frá heimildum í fjárhagsáætlun eftir því sem við á.

12.Verkfall tónlistarskólakennara; upplýsingar.

Málsnúmer 201411095Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar verkfall tónlistarskólakennara og staða mála.
Lagt fram.

13.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 821. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 821. fundur.
Lagt fram.

14.Frá Eyþingi; fundargerðir stjórnar nr. 258, 259 og 260.

Málsnúmer 201408019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 258, nr. 259 og nr. 260.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs