Frá félagi byggingafulltrúa; Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingafulltrúa.

Málsnúmer 201411023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 718. fundur - 20.11.2014

Tekið fyrir bréf frá Félagi byggingafulltrúa, dagsett þann 7. nóvember 2014, þar sem fram kemur að samkvæmt ákvæðum Mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar er gerð krafa um að frá og með 1. janúar 2015 skuli byggingarfulltrúar, auk hönnuða, iðnmeistara og byggingarstjóra, vera búnir að koma sér upp og innleiða gæðastjórnunarkerfi fyrir störf sín og afgreiðslur.Í gegnum félagið var unnið að sameiginlegri gæðastjórnunarhandbók fyrir alla byggingafulltrúa með rafrænum gögnum.

Upplýst var á fundinum að Dalvíkurbyggð tekur þátt í ofangreindu og hefur einnig fest kaup á og innleitt rafrænt gæðastjórnunarkerfi; OneQuality.
Lagt fram til kynningar.