Frá 262. fundi sveitarstjórnar þann 28.10.2014; Varðar beiðni formanns byggðarráðs um leiðréttingu launa.

Málsnúmer 201409177

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 718. fundur - 20.11.2014

Gunnþór vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 11:33 og varaformaður tók við fundarstjórn.

Á 262. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2014 var samþykkt eftirfarandi tillaga:
Með vísan til erindis formanns byggðaráðs vill forseti sveitarstjórnar leggja til að erindinu verði vísað frá. Jafnframt er lagt til, þar sem samþykkt um laun kjörinna fulltrúa frá 18. júní s.l. má misskilja, að byggðaráð taki fyrir þessa samþykkt og geri breytingar án efnisbreytingar en skýri betur í texta hvað felst í henni.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að breyttum texta.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Gunnþór kom að fundinn að nýju kl. 11:35.