Fjárhagsáætlun 2014;Stöðumat janúar - september 2014. Skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201410309

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 718. fundur - 20.11.2014

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat á starfs- og fjárhagsáætlun 2014, janúar - september.

Almennt er mat stjórnenda að staða rekstrar og fjárfestinga er í lagi með nokkrum undantekningum. Eitt af því er málefni fatlaðra í málaflokki 02.
Með stöðumatinu fylgdi erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2014, deild 02-11 fjárhagsaðstoð, að upphæð kr. 2.200.000. Einnig óskar sviðsstjóri eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014, deild 57-30, að upphæð kr. 2.560.000 vegna félagslegar íbúða, og kr. 160.000 vegna deildar 57-40 vegna hússjóða Félagslegra íbúða.
Með stöðumati umhverfis- og tæknisviðs fylgdi erindi frá sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 7. nóvember 2014, er varðar beiðnir um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 er varðar viðhald.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra, sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda erindi til Rætur bs. og óska eftir upplýsingum og skýringum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að eiga fundi með einstökum stjórnendum um frávik frá heimildum í fjárhagsáætlun eftir því sem við á.

Byggðaráð - 720. fundur - 11.12.2014

Á 718. fundi byggðarráðs þann 20. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat á starfs- og fjárhagsáætlun 2014, janúar - september.

Almennt er mat stjórnenda að staða rekstrar og fjárfestinga er í lagi með nokkrum undantekningum. Eitt af því er málefni fatlaðra í málaflokki 02.
Með stöðumatinu fylgdi erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2014, deild 02-11 fjárhagsaðstoð, að upphæð kr. 2.200.000. Einnig óskar sviðsstjóri eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014, deild 57-30, að upphæð kr. 2.560.000 vegna félagslegar íbúða, og kr. 160.000 vegna deildar 57-40 vegna hússjóða Félagslegra íbúða.
Með stöðumati umhverfis- og tæknisviðs fylgdi erindi frá sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 7. nóvember 2014, er varðar beiðnir um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 er varðar viðhald.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra, sviðsstjóra félagsmálasviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda erindi til Rætur bs. og óska eftir upplýsingum og skýringum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að eiga fundi með einstökum stjórnendum um frávik frá heimildum í fjárhagsáætlun eftir því sem við á.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 2.200.000, deild 02-11, sem er þá mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs tilfærslur á milli deilda vegna viðhalds í málaflokki 31 með því skilyrði að þær tilfærslur séu innan fjárhagsramma.