Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014. Vinnuhópar.a) Ímynd Dalvíkurbyggðar sem sveitarfélag og þjónustufyrirtækis.b) Ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags.

Málsnúmer 201401050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 689. fundur - 23.01.2014

Undir þessum lið kom á fund Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:15.

Samkvæmt samþykktri starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2014 þá er á dagskrá að fara í vinnu um ímynd Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs varðandi þetta verkefni. Verkefnið er tvíþætt:
a) Hver er ímynd stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar, það er Dalvíkurbyggðar sem þjónustufyrirtækis og vinnustaðar ?
b) Hver er ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags ?

Í minnisblaðinu er jafnframt kynnt hugmynd að 2 vinnuhópum.

Til umræðu ofangreint.

Margrét vék af fundi kl. 08:59.
Byggðarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu og koma með nánari útfærslur á verkefninu.

Byggðaráð - 691. fundur - 20.02.2014

Á 689. fundi byggðarráðs þann 23. janúar 2014 til umfjöllunar fyrirhuguð verkefnavinna um ímynd Dalvíkurbyggðar, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Byggðarráð fól upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu og koma með nánari útfærslur á verkefninu.

Með fundarboð byggðarráðs fylgdu drög að verkefnaáætlun til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 694. fundur - 03.04.2014

689. fundi byggðarráðs þann 23. janúar 2014 til umfjöllunar fyrirhuguð verkefnavinna um ímynd Dalvíkurbyggðar, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Byggðarráð fól upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu og koma með nánari útfærslur á verkefninu.

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboð byggðarráðs fylgdu drög að verkefnaáætlun til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 9:00.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að verkferla- og tímaáætlun vegna verkefnisins um Ímynd Dalvíkurbyggðar.

Verkefnið skiptist í eftirfarandi áfanga:
a) Dalvíkurbyggð sem vinnuveitandi / vinnustaður.
b) Dalvíkurbyggð sem þjónustufyrirtæki.
c) Dalvíkurbyggð sem samfélag.

Gert er ráð fyrir meðal annars að nýta AirOpera aðferð í vinnu með greiningarhópum. Gert er ráð fyrir aðstoð frá Símey og áætlaður kostnaður vegna þess er kr. 153.000

Til umræðu ofangreint.

Margrét vék af fundi kl. 09:43.
Byggðarráð veitir heimild að unnið verði áfram að verkefninu í samræmi við kynnt gögn og umræður á fundinum.

Byggðaráð - 718. fundur - 20.11.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:42.

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar 2014 var kynnt drög að verkefnalýsingu og verkefnaáætlun vegna verkefnavinnu um Ímynd Dalvíkurbyggðar.

Í ferlinu er nú komið að því að setja saman vinnuhóp vegna áfanga #3; Ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags. Lagt er til að vinnuhópinn skipi; vinnuhópurinn sem hefur komið að áfanga #1 og #2, 2-3 kjörnir fulltrúar og 2 úr samfélaginu.

Þeir sem eru nú í vinnuhópnum eru:
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálaviðs.
Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna.
Óli Þór Jóhannsson, starfsmaður veitu- og hafnasviðs.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols.

Margrét vék af fundi kl. 08:57.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að auglýsa á www.dalvikurbyggd.is eftir íbúum í ofangreindan vinnuhóp.

Atvinnumála- og kynningarráð - 5. fundur - 03.12.2014

Samkvæmt starfsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið fyrir árið 2014 hefur verið unnið að verkefni um ímynd Dalvíkurbyggðar. Unnið er út frá þremur þáttum: Dalvíkurbyggð sem vinnuveitanda/vinnustað, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitanda, Dalvíkurbyggð sem samfélag. Skipaður var starfshópur sem unnið hefur í verkefninu frá upphafi.

Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins, hvað er búið að gera og hver verða næstu skref.
Lagt fram til kynningar. Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með þetta verkefni.

Byggðaráð - 721. fundur - 18.12.2014

Á 718. fundi byggðarráð þann 20. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:42.

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar 2014 var kynnt drög að verkefnalýsingu og verkefnaáætlun vegna verkefnavinnu um Ímynd Dalvíkurbyggðar.

Í ferlinu er nú komið að því að setja saman vinnuhóp vegna áfanga #3; Ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags. Lagt er til að vinnuhópinn skipi; vinnuhópurinn sem hefur komið að áfanga #1 og #2, 2-3 kjörnir fulltrúar og 2 úr samfélaginu.

Þeir sem eru nú í vinnuhópnum eru:
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálaviðs.
Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna.
Óli Þór Jóhannsson, starfsmaður veitu- og hafnasviðs.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols.

Margrét vék af fundi kl. 08:57.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að auglýsa á www.dalvikurbyggd.is eftir íbúum í ofangreindan vinnuhóp.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um hvað kom út úr auglýsingu sveitarfélagsins eftir áhugasömum íbúum í vinnuhópinn.
Byggðarráð leggur til að Valdemar Viðarsson og Kristján Guðmundsson verði fulltrúar byggðarráðs sem og fulltrúi nr. 3 verði úr atvinnumála- og kynningarráði.

Svanfríður Inga Jónasdóttir hefur gefið kost á sér í vinnuhópinn sem íbúi. Byggðarráð felur einnig sveitarstjóra að finna karlmann í vinnuhópinn sem fulltrúa íbúa.

Atvinnumála- og kynningarráð - 7. fundur - 04.02.2015

Samkvæmt starfsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið fyrir árið 2014 hefur verið unnið að verkefni um ímynd Dalvíkurbyggðar. Unnið er út frá þremur þáttum: Dalvíkurbyggð sem vinnuveitandi/vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi, Dalvíkurbyggð sem samfélag. Skipaður var starfshópur sem unnið hefur í verkefninu frá upphafi.

Unnið hefur verið að fyrstu tveimur þáttum verkefnisins síðastliðið árið. Vinna við þriðja hluta verkefnisins, Dalvíkurbyggð sem samfélag, hófst nú í byrjun janúar en þá hélt starfshópurinn fyrsta fund sinn.
Upplýsingafulltrúi kynnti niðurstöðu fundarins og næstu skref í verkefninu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 16. fundur - 03.02.2016

Verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar hefur verið í gangi nú um nokkurt skeið en unnið er að verkefninu í þremur hlutum: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag. Vinna við fyrstu tvo hlutana er langt komið eða lokið. Búið er að skipa vinnuhóp fyrir síðasta hluta verkefnisins, Dalvíkurbyggð sem samfélag og hefur hann fundað einu sinni. Á þeim fundi var ákveðið að nota rýnihópa til að kanna betur ímynd íbúa Dalvíkurbyggðar af sveitarfélaginu. Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að skiptingu í rýnihópa.Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að Rúna Kristín Sigurðardóttir taki sæti Lilju Bjarkar Ólafsdóttir í vinnuhóp en hún hefur hætt störfum fyrir ráðið.Atvinnumála- og kynningarráð - 23. fundur - 04.01.2017

Verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar hefur nú staðið yfir um nokkurn tíma. Búið er að vinna heilmikla vinnu sem snýr að Dalvíkurbyggð sem vinnuveitanda og Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitanda og er meðal annars búið að samþykka þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið sem unnið hefur verið með í öllum stofunum.Vinna við síðasta áfanga verkefnisins er hafin en hann er Dalvíkurbyggð sem samfélag.
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Þessi könnun er undanfari íbúaþings sem haldið verður 11. febrúar samanber 2. liður hér að ofan.

Byggðaráð - 816. fundur - 30.03.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.Á 23. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 4. janúar 2017 samþykkti ráðið að fela upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 20. -31. janúar 2017. Könnuninni var dreift á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og facebook og var öllum frjálst að taka þátt. Alls bárust 211 svör af öllu landinu.Upplýsingafulltrúi kynnti helstu niðurstöður úr ofangreindri könnun sem endurspegla að ímynd Dalvíkurbyggðar er almennt mjög jákvæð og einkennist helst af fjölskylduvænu, friðsælu og öruggu umhverfi þar sem kraftur og náttúrufegurð umvefur samfélagið.Margrét vék af fundi kl. 14:40.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 25. fundur - 03.05.2017

Á 23. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 4. janúar 2017 samþykkti ráðið að fela upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 20. -31. janúar 2017. Könnuninni var dreift á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og facebook og var öllum frjálst að taka þátt. Alls bárust 211 svör víða af landinu.Upplýsingafulltrúi kynnti helstu niðurstöður úr ofangreindri könnun sem endurspegla að ímynd Dalvíkurbyggðar er almennt mjög jákvæð og einkennist helst af fjölskylduvænu, friðsælu og öruggu umhverfi þar sem kraftur og náttúrufegurð umvefur samfélagið.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að birta niðurstöðu könnunarinnar með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.Upplýsingafulltrúa er falið að gera lokaskýrslu um verkefnið Ímynd Dalvíkurbyggðar fyrir næsta fund ráðsins og taka þar saman þá þrjá þætti sem verkefnið felur í sér: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag.

Atvinnumála- og kynningarráð - 26. fundur - 06.09.2017

Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3.05.2017 var upplýsingafulltrúa falið að gera lokaskýrslu um verkefnið Ímynd Dalvíkurbyggðar fyrir næsta fund ráðsins og taka saman þar þá þrjá þætti sem verkefnið felur í sér: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag.

Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að lokaskýrslu um verkefnið.

Til umræðu ofangreint.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með skýrsluna og verkefnið í heild sinni og þakkar þeim sem komu að gerð þess. Ráðið leggur áherslu á að unnið verði áfram með niðurstöður verkefnisins.