Umsögn sambandsins um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 201611001

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 203. fundur - 08.11.2016

Lagt fram rafbréf frá Sambandi íslenska sveitarfélaga dagsett 31.október 2016, þar sem umsögn sem sambandið hefur látið Velferðarráðuneytinu í té um erindi er varðar lámarksíbúafjölda þjónustusvæða.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 804. fundur - 17.11.2016

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 31. október 2016, þar sem kynnt er umsögn Sambandsins til velferðarráðuneytis um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks. Fram kemur m.a. í umsögninni að starfshópur hefur skilað tillögu til ráðherra þann 14. október s.l. sem felur í sér að fallið verði frá því fyrirkomulagi að þjónustusvæði fyrir fatlað fólk innihaldi að lágmarki 8.000 íbúa, með tiltölulega þröngum undanþáguheimildum. Lagt er til að tekið verði upp sama fyrirkomulag og gilt hefur skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, þar sem sveitarfélögum er í raun frjálst að mynda með sér þjónustusvæði eftir því sem best hentar.



Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar þessari breyttu afstöðu sem fram kemur í ofangreindri umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í takt við samstarf Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.