Frá Vegagerðinni; Vegir og hleðslustöðvar

Málsnúmer 202510052

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1162. fundur - 16.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni, rafpóstur dagsettur þann 13. október sl., þar sem Vegagerðin minnir á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi. Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til Framkvæmdasviðs til upplýsingar og skoðunar.