Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026

Málsnúmer 202510028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1162. fundur - 16.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, dagsett þann 7. október sl., þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til og með kl. 13:00 þriðjudaginn 4. nóvember nk. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Í úthlutuninni fyrir árið 2026 er lögð áhersla á framkvæmdir sem stuðla að bættu öryggi ferðamanna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela teymi sveitarfélagsins vegna umsókna og stefnumótunar í áfangastöðum fyrir ferðamenn að leggja fyrir byggðaráð tillögur að verkefnum sem ætti að sækja um fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.