Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Karlsrauðatorg 11 - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar

Málsnúmer 202503142

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. mars sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Gísla, Eiríki og Helga ehf. vegna leyfis til reksturs gististaðar í Flokki II - G íbúðir í Steinholti við Karlsrauðatorg 11.

Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa um erindið þar sem skipulagsfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn um erindið fyrr en aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Byggðaráð frestar afgreiðslu.

Byggðaráð - 1153. fundur - 31.07.2025

Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. mars sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Gísla, Eiríki og Helga ehf. vegna leyfis til reksturs gististaðar í Flokki II - G íbúðir í Steinholti við Karlsrauðatorg 11. Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa um erindið þar sem skipulagsfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn um erindið fyrr en aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Niðurstaða: Byggðaráð frestar afgreiðslu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.