Byggðaráð

1146. fundur 08. maí 2025 kl. 13:15 - 15:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að bæta tveimur málum á dagskrá; mál 202403027 og mál 202504073 sem verða liðir nr. 13 og nr. 14. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

1.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Heildarviðauki við launa 2025 skv. kjarasamningum

Málsnúmer 202504094Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs lagði fram og fór yfir heildarviðaukalauna 2025 vegna nýrra kjarasamninga sem lágu ekki fyrir þegar launa- og fjárhagsáætlun 2025 var samþykkt.

Í forsendum með launaáætlun 2025 var gert ráð fyrir hækkun á launakostnaði á bilinu 8,98 - 9,95 þar sem gildandi kjarasamningum sleppti á árinu 2024.
Einnig var í forsendum áætlað fyrir eingreiðslum / viðbótarlaunum ofan á lægstu laun og ákveðin starfsheiti skv. kjarasamningum.

Heilt yfir sýnir samanburður á milli upprunalegrar áætlunar og viðaukaáætlunar að launaáætlunin stendur undir sér og rúmlega það nema í málaflokki 04; uppeldis- og fræðslumálum. Aukningin er um 38,3 m.kr. eða 3,52%
Heildarviðaukinn nettó fyrir alla málaflokka er hækkun um kr. 30.445.468. Inni í þessum útreikningi er búið að gera ráð fyrir breytingum/ hækkun á launakjörum kjörinna fulltrúa sem er um 10,63% á milli áranna 2024 og 2025, m.a. vegna leiðréttingar á þingfararkaupi sem laun kjörinna fulltrúa taka mið af.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka vegna launa 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar alls kr. 30.445.468 niður á deildir með þeirri sundurliðun sem fylgir með fundarboði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

2.Tölvu- og netöryggisvarnir sveitarfélagsins - endurskoðun: minnisblað UT_teymis

Málsnúmer 202504088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá kerfisstjóra Dalvíkurbyggðar fyrir hönd UT -teymis Dalvíkurbyggðar, móttekið þann 7. mái sl., um högun netöryggismála hjá sveitarfélaginu.

Í minnisblaðinu er rifjað upp viðbrögð sveitarfélagsins vegna netárásar í maí 2023 og farið yfir þær lausnir og þjónustu sem sveitarfélagið er með. Lagt er til að samið verði áfram við SecureIT með SOC vöktunarþjónustu en í gegnum Black Point í stað Clone eins og nú er með þeim rökum að netvarnir munu aukast enn frekar en jafnframt mun kostnaður hvað varðar þennan þátt lækka.

Einnig eru lagðar til nokkrar einskiptisaðgerðir sem að hluta til eru á fjárhagsáætlun 2025 sem allar lúta að því að auka enn varnir og forvarnir Dalvíkurbyggðar og byggja upp vitund og þekkingu meðal starfsmanna sveitarfélagsins í netöryggismálum. Jafnframt er þetta liður í að bregðast við athugasemdum Persónuverndar varðandi áhættumat sveitarfélagsins.

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Um þjónustur er að ræða þannig að sveitarfélagi á að fá vsk endurgreiddan.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur UT-teymis Dalvíkurbyggðar varðandi breytingar á þjónustu, samninga og kaup á þjónustu sem lagðar eru til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 17, að upphæð kr. 3.780.266 á lið 21400-4133 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Sögustund - Rekstrarskilyrði útflutningsgreina og ársreikningar 2024

Málsnúmer 202504105Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar pistill aðalhagfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 30. apríl sl um rekstrarskilyrði útflutningsgreina annars vegar og hins vegar ársreikninga sveitarfélaga 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá 108. fundi Menningarráðs þann 11.03.2025; Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502139Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Benedikt Snær Magnússon, gjaldkeri Leikfélags Dalvíkur, og Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, formaður félagsins ,kl. 14:07. Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar hafði ekki tök á að mæta vegna annarra starfa.

Á 1144. fundi byggðaráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 108. fundi menningarráðs þann 11. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Niðurstaða : Menningarráð hafnar erindinu vegna þess að sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk.
Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið."
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Leikfélagsins á fund ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð óskar eftir að fá ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og 2023."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ársreikningar Leikfélags Dalvíkur fyrir árin 2023 og 2024.

Til umræðu ofangreint.

Benedikt, Sólveig og Gísli viku af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Leikfélagi Dalvíkur styrk allt að kr. 2.600.000 vegna kaupa á ljósabúnaði í Ungó.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að senda inn viðaukabeiðni fyrir ofangreindu fyrir fund sveitarstjórnar.

5.Frá SSNE; Samningur um Áfangastofu 2025-2027

Málsnúmer 202505029Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 29. apríl sl, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að endurnýjuðum þjónustusamningi milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um framlög reksturs Áfangasstaðastofu Norðurlands. Samningurinn er til þriggja ára en er að öðru leiti nánast óbreyttur frá fyrri samningi sem var til eins árs. Gjald fyrir þjónustuna er kr. 500 á hvern íbúa og miðast greiðsla svið íbúafjölda 1. desember árið á undan.

Gert er ráð fyrir framlagi til Áfangastofu í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan og meðfylgjandi drög að þjónustusamningi á milli SSNE og Dalvíkurbyggðar um Áfangastaðastofu til þriggja ára, 2025-2027, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Ársreikningur Dalvikurbyggðar 2024

Málsnúmer 202411016Vakta málsnúmer

Á 379. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Fleiri tóku ekki til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn þriðjudaginn 13.maí nk."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að gerð verði leiðrétting inn á árið 2025 með millifærslu vegna bókunar launa á milli vatnsveitu og hitaveitu í samræmi við skiptingu launa skv. launa- og fjárhagsáætlun 2024.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411092Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Ársfundur Símey 2025

Málsnúmer 202505022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, dagsettur þann 5. maí sl., þar sem fram kemur að ársfundur SÍMEY fyrir árið 2025 verður haldinn fimmtudaginn 22. maí kl. 13:00 - kl. 13:50 í húsnæði SÍMEY að Þórsstíg 4. Fram kemur að ársfundi loknum kl. 14:00 hefst 25 ára afmæli SÍMEY:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

10.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 270. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202504100Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 29. april sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 270. mál; Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Frestur til að senda inn umsögn ertil og með 13. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð stjórnar nr. 976-978.

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 976-978.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2025; stjórn frá 17.03.2025

Málsnúmer 202504102Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 17. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar; Íþróttamiðstöð flíslögn Sundlaugar - E2406

Málsnúmer 202403027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, dagsett þann 7. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 4.000.000 vegna nauðsynlegarar endurnýjunar á varmaskiptum í Sundlaug Dalvíkur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.000.000 á lið 31210-4610, viðauki nr. 18 við fjárhagsáætlun 2025, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

14.Frá íþróttafulltrúa; Styrkumsókn vegna markakaupa

Málsnúmer 202504073Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá íþróttafulltrúa, dagsettur þann 8. maí sl, þar sem fram kemur að fyrir íþrótta og æskulýðsráði sl. þriðjudag lág fyrir umsókn um styrk frá Ungmennafélagi Svarfæla vegna kaupa á mörkum á gervigrasvöllinn. Ráðið tók vel í umsóknina en vegna vorfundar með íþróttafélögum þá náðist ekki að klára afgreiðsluna. Einnig óskaði íþrótta- og æskulýðsráð eftir að fá staðfestingu um að þetta væru fullnægjandi gæði á mörkum og að þetta væri sá fjöldi marka sem þyrfti til. Íþróttafulltrúi hefur nú fengið bæði þessi atriði staðfest og metur fjöldan og gæðin fullnægjandi.


Samkvæmt meðfylgjandi erindi Ungmennafélags Svarfdæla , dagsett þann 22. apríl 2025, þá er óskað eftir styrk að upphæð kr. 2.262.840,
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Ungmennafélagi Svarfdæla styrk að upphæð kr. 2.262.840 vegna kaupa mörkum á gervigrasvöllinn.
Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að senda inn viðaukabeiðni fyrir fund sveitarstjórnar vegna þessa.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs