Tekið fyrir álit frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 24. febrúar sl, þar sem vísað er í kæru MAGNA lögmanna f.h. Viking Heliskiing ehf. dagsett þann 6. nóvember sl. þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. júní sl. að veita Bergmönnum ehf. afnotarétt af landi sveitarfélagsins til þyrluskíðaferða.
Samandregið þá kemur fram í álitinu að ráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitarfélagsins að hafa ofangreind sjónarmið sem fram kom í álitinu til hliðsjónar við úthlutun takmarkaðra gæða við framtíðarráðstafanir þess. Ber sveitarfélaginu að gæta að grundvallarreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði, réttmæti og meðalhóf þegar kemur að töku ákvarðana og við málsmeðferð mála, er snúa að úthlutun gæða sveitarfélaga eða mála sem snúa að veitingu sérstakra ívilnana án auglýsingar. Það felur m.a. í sér að ákvarðanataka í slíkum málum skal byggja á málefnalegum sjónarmiðum og að ekki
verði gengið lengra en nauðsyn krefur til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að við úthlutun gæðanna. Að öðru leyti telst málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.
Álitið er aðgengilegt í heild sinni á vef ráðuneytisins;
https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/?newsid=59bfa646-f362-11ef-b88e-005056bcde1f&cname=Ãlit á sviði sveitarstjórnarmála