Byggðaráð

1053. fundur 05. janúar 2023 kl. 13:15 - 16:47 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS fjarfund.

1.Yfirfærsla á rekstri Menningarhússins Bergs til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:15.

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. var meðal annars eftirfarandi bókað: c) Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélags Bergs ses vegna yfirfærslu á rekstrinum um áramót til Dalvíkurbyggðar. Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum. Gísli Bjarnason vék af fundi kl.14:14. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að meðfylgjandi drög fari fyrir stjórn Menningarfélagsins Bergs ses með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Freyr tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Fyrir liggur rafpóstur frá 20. desember sl. frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses ásamt fundargerð stjórnar frá 19. desember sl. þar sem fram kemur eftirfarandi bókun um samningsdrögin: 2. Samningur um yfirfærslu á rekstri Menningarhússins Bergs frá Menningarfélaginu Bergi ses til Dalvíkurbyggðar. Fyrir fundinum lágu drög að yfirtökusamningi sem voru samþykkt á fundi byggðaráðs þann 15. desember s.l. Stjórnin samþykkir drögin með þeim fyrirvara að nauðsynlegt er að í samningnum komi fram að Dalvíkurbyggð tekur yfir greiðslur á stefgjöldum, leyfi fyrir posa, kassakerfi, línuleigu, heilbrigðiseftirlitsgjald og annan fastan kostnað er varðar veitingaleyfið.Til máls tók: Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:11. Lilja Guðnadóttir, 1. varaforseti, tók við fundarstjórn. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru í bókun stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Með fundarboði fylgdu uppfærð samningsdrög í samræmi við ofangreinda bókun og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð staðfestir með 2 atkvæðum að samningsdrögin eru í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar frá 20. desember sl. og gerir ekki athugasemdir við uppfærð samningsdrög. Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samningar sveitarfélaga við Microsoft

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:20.

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 19. desember sl, þar sem fram kemur að stafrænt umbreytingateymi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu unnið að undirbúningi samnings um hugbúnaðarleyfi við Microsoft. Í bréfi sem er meðfylgjandi eru leiðbeiningar um næstu skref og upplýsingar um skráningu. Frestur til að skrá er til og með 3. janúar 2023.

Samkvæmt upplýsingum er fylgdi fundarboði byggðaráðs þá mælir tölvuumsjónarmaður sveitarfélagsins með þátttöku Dalvíkurbyggðar og tilkynnt hefur verið um þátttöku Dalvíkurbyggðar fyrir tilskilinn tíma. Formlegt bréf til samþykktar verður sent öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum þegar samningaviðræður við Microsoft hafa átt sér stað.

Byggðaráð tekur undir að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri skráningu varðandi áhuga á sameiginlegum innkaupum á Microsoft leyfum.

3.Frá N4; Boð um viðræður um áhersluverkefni til þriggja ára

Málsnúmer 202212087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá N4, rafpóstur dagsettur þann 9. desember sl., þar sem kannaður er áhugi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að styðja við áframhaldandi rekstur N4 á árinu 2023.
N4 býður sveitarfélögunum, saman eða hvert í sínu lagi, að koma til viðræðna um að stór efla fjölmiðlun frá svæðinu t.d. með því að gera það að áhersluverkefni næstu 3ja ára.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur frá N4, dagsettur þann 21. desember sl., þar sem óskað er eftir svörum sveitarfélaganna. Fram kemur að framtíð fyrirtækisins er mjög óljós eins og fram hefur komið og allur stuðningur vel þeginn.
Byggðaráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við erindinu.

4.Frá SSNE; Frumhagkvæmnimat líforkuvers

Málsnúmer 202212128Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Elíasi Péturssyni, verkefnastjóra vegna líforkuvers, dagsettur þann 29. desember sl, þar sem fram kemur að hugmyndin er að funda með sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE til að kynna og ræða frumhagkvæmismat vegna líforkuvers en matið fylgir erindinu. Óskað er eftir tillögum um óskatímasetningu og tímasetningu til vara fyrir hvert sveitarfélag.
Byggðaráð leggur til tímasetninguna fimmtudaginn 19. janúar kl. 14:00 og til vara fimmtudaginn 26. janúar kl. 14:00.

5.Frá Ektaböðum ehf.; Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingu á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar og halda áfram viðræðum við Ektaböð ehf.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins, samskiptum við Ektaböð varðandi ofangreint og breytingatillögum frá Ektaböðum á viljayfirlýsingunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og tekið verði þá tillit til þeirra tillagna sem fram komu á fundi byggðaráðs um viljayfirlýsinguna.

6.Frá Landsneti ehf.; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að Dalvíkurbyggð fari í sameiginlegar samningaviðræður við landeigendur með Landsneti varðandi lagningu á Dalvíkurlínu 2.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 3. október sl. og sendur byggingafulltrúa, þar sem meðfylgjandi eru samningsdrög við landeigendur til skoðunar.

Einnig er meðfylgjandi rafpóstur frá 20. desember sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra hjá Landsneti, er varðar minnispunkta eftir fund með sveitarstjóra sem og minnisblað sveitarstjóra frá sama fundi. Í minnisblaði sveitarstjóra koma fram þær spurningar sem Landsnet þarf að fá svör við frá Dalvíkurbyggð.
Með vísan í ofangreind gögn samþykkir byggðaráð með 3 atkvæðum þau samningsdrög við landeigendur sem liggja fyrir og leggur til þær forsendur sem liggja fyrir varðandi landbætur á hektara verði hafðar til hliðsjónar.

7.Frá Laxós ehf., Beiðni um afstöðu til afhendingarmagns á heitu vatni

Málsnúmer 202211120Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxós, kl. 14:30. Guðmundur Valur tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS fjarfund.

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: Fyrir hönd Laxóss ehf óskar Guðmundur Valur Stefánsson eftir því að tekin verði fyrir beiðni sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um afstöðu Veitu- og Hafnarráðs Dalvíkurbyggðar um mögulegt afhendingarmagn heits vatns til uppbyggingar seiða- og matfiskaeldis á landi á og í nágrenni Árskógssands. Samskonar beiðni var tekin fyrir á 77. fundi Veitu- og hafnaráðs og síðan á 305. fundi Sveitarstjórnar, undir málsnr. 201809022, þar sem Veitu- og hafnaráð lagði til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða framlagða tillögu. Sveitarstjórn samþykkti síðan samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.Í ljósi niðurstöðu á álagsprófunum ISOR á jarðhitasvæði Birnunesborga telur veitu- og hafnaráð að frekari langtíma rannsókna þurfi við til að ákvarða um getu jarðhitakerfisins til að afhenda umbeðið magn vatns umfram áfanga 1 og 2. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ræða niðurstöður rannsókna ISOR við Laxós. Veitu- og hafnaráð samþykkir með fjórum atkvæðum. Silja Pálsdóttir situr hjá.Niðurstaða:Til máls tóku: Helgi Einarsson. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson, sem leggur fram þá tillögu að sveitarstjórn fresti afgreiðslu á málinu og feli byggðaráði að ræða við forsvarsmenn Laxóss sem fyrst eftir áramót. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Frey Antonssyni."

Til umræðu ofangreint.

Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðsla veitu- og hafnaráðs frá 120. fundi þann 7. desember sl. verði staðfest.

8.Frá 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl.; Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt sú tillaga að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, í samráði við sveitarstjóra, að vinna áfram að þarfagreiningu verkefna vegna starfs á framkvæmdasviði.

9.Ástandsskoðun á byggðasafninu Hvoli

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 30. desember sl. frá EFLU ásamt umbeðinni ástandsskýrslu á húseigninni við Karlsrauðatorg 7 sem hýsir Byggðasafnið Hvol.

Tekin til umræðu fundargerð dagsett 5. janúar um ofangreinda skýrslu en fundinn sátu sviðsstjóri framkvæmdasviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, forstöðumaður safna og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:12.
Lagt fram til kynningar.

10.Gjaldskrár Hitaveitu Dalvíkur

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar við síðari umræðu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur:
"a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári."

Samkvæmt fyrirliggjandi rafpósti frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu þá er óskað eftir nánari skýringum á rökstuðningi á þeim breytingum sem gerðar eru á gjaldskránni. Ekki verður hægt að staðfesta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 fyrr en umbeðnar upplýsingar liggja fyrir.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sveitarstjóra um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna í samræmi við minnisblað sveitarstjóra.

11.Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett þann 22. desember sl, þar sem fram kemur að umsókn Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu á grundvelli 3. mgr. 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022 er samþykkt til eins mánðar þar sem í samningur við önnur sveitarfélög um starfrækslu barnaverndarþjónustu er í bígerð. Sækja þarf um undanþágu að nýju fyrir 20. janúar nk. ef ekki næst að klára fyrrgreindan samning.

Sveitarstjóri upplýsti að áfram er unnið að samningsdrögum við Akureyrarbæjar og markmiðið að hægt verði að taka þau til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar 17. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Íbúafundir 2022 og 2023

Málsnúmer 202211097Vakta málsnúmer

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 1. desember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um íbúafundi. Samkvæmt þeirri tillögu er fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar nk.
Fyrirhugaður íbúafundur 10. janúar nk. um öldrunarþjónustu er frestað um óákveðinn tíma.

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar 538. mál frá nefndasviði Alþingi

Málsnúmer 202212101Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 16. desember sl. þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar 537. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 202212100Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 16. desember sl, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendirtil umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 916

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra; fundargerð stjórnar nr. 45

Málsnúmer 202202069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 9. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:47.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs