Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samningar sveitarfélaga við Microsoft

Málsnúmer 202212110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1053. fundur - 05.01.2023

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:20.

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 19. desember sl, þar sem fram kemur að stafrænt umbreytingateymi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu unnið að undirbúningi samnings um hugbúnaðarleyfi við Microsoft. Í bréfi sem er meðfylgjandi eru leiðbeiningar um næstu skref og upplýsingar um skráningu. Frestur til að skrá er til og með 3. janúar 2023.

Samkvæmt upplýsingum er fylgdi fundarboði byggðaráðs þá mælir tölvuumsjónarmaður sveitarfélagsins með þátttöku Dalvíkurbyggðar og tilkynnt hefur verið um þátttöku Dalvíkurbyggðar fyrir tilskilinn tíma. Formlegt bréf til samþykktar verður sent öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum þegar samningaviðræður við Microsoft hafa átt sér stað.

Byggðaráð tekur undir að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindri skráningu varðandi áhuga á sameiginlegum innkaupum á Microsoft leyfum.