Frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses; Auka félagsfundur

Málsnúmer 202211157

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1050. fundur - 01.12.2022

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:13 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses , rafpóstur dagsettur þann 25. nóvember sl., þar sme boðað er til fundar stofnaðila í Menningarfélaginu Bergi þriðjudaginn 6. desember kl 15:00 í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.

Fundarefni

1. Ákvörðun um að Dalvíkurbyggð taki yfir rekstur Menningarhússins Bergs.
2. Breyting skipulagsskrár til að breyting geti orðið.
3. Hugmynd um framtíð Menningarfélagins og opnun þess fyrir almenning.

Meðfylgjandi eru skjöl sem varða fundinn og ákvörðun.
Tillögur stjórnar Menningarfélagsins til Dalvíkurbyggðar um framtíðarrekstur
Skipulagsskrá með breytingum
Fundargerð stjórnar frá september
Fundargerð stjórnar frá nóvember
Á fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundinum.
Lagt fram til kynningar.