Innkauparáð; fundargerðir

Málsnúmer 202201009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1011. fundur - 06.01.2022

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir fundargerð innkauparáðs Dalvíkurbyggðar /framkvæmdastjórnar frá 22. desember sl.
Í fundargerðinni er farið yfir innkaup sveitarfélagsins samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Fram kemur m.a. að stefnt er á fund með verktökum í byrjun árs sem Framkvæmdasvið mun leiða.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fjárhagstré, þverkeyrsla á alla lykla samkvæmt fjárhagsáætlun 2022, sem sýnir hvar mögulega eru sóknarfæri í innkaupum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1103. fundur - 11.04.2024

Tekin fyrir fundargerð frá Innkauparáði Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. apríl sl., er varðar beiðni um framlengingu á samningi um snjómokstur við Steypustöðina á Dalvík ehf. Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar styður hún að nýtt verði sér ákvæði í samningi um framlengingu. Samningur til þriggja ára er til 15. maí nk. og síðan er heimild til að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila, en til eins árs í senn. Innkauparáð sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja samninginn um snjómokstur um eitt ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu Innkauparáðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar um að nýta sér ákvæði í samningi við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur um framlengingu um eitt ár.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir fundargerð frá Innkauparáði Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. apríl sl., er varðar beiðni um framlengingu á samningi um snjómokstur við Steypustöðina á Dalvík ehf. Samkvæmt minnisblaði deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar styður hún að nýtt verði sér ákvæði í samningi um framlengingu. Samningur til þriggja ára er til 15. maí nk. og síðan er heimild til að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila, en til eins árs í senn. Innkauparáð sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja samninginn um snjómokstur um eitt ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu Innkauparáðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar um að nýta sér ákvæði í samningi við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur um framlengingu um eitt ár. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að nýta ákvæði í samningi við Steypustöðina á Dalvík ehf. um snjómokstur um framlengingu um eitt ár.