Frá UT_teymi; Fjarskiptamál - Drög að samningi við Símann

Málsnúmer 202104167

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 986. fundur - 27.05.2021

Tekið fyrir minnisblað, dagsett þann 26. maí 2021, frá UT-teymi sveitarfélagsins þar sem gert er grein fyrir verðfyrirspurn UT-teymis vegna fjarskiptamála.
Lagt er til að gengið verði til samninga við Símann skv. meðfylgjandi samningsdrögum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Símann og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að samningi við Símann.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað, dagsett þann 26. maí 2021, frá UT-teymi sveitarfélagsins þar sem gert er grein fyrir verðfyrirspurn UT-teymis vegna fjarskiptamála. Lagt er til að gengið verði til samninga við Símann skv. meðfylgjandi samningsdrögum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Símann og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að samningi við Símann. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Símann um fjarskiptamál.