Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Samkomulag vegna atvinnuástands 2021 og minnisblað um atvinnuátak.

Málsnúmer 202105118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 986. fundur - 27.05.2021

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 11:30.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 25. maí 2021, um atvinnuátak námsmanna 2021 og samkomulag, dagsett þann 21. maí 2021, milli Dalvíkurbyggðar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um störf við Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar til handa ungmennum sem verða 17 ára á árinu.

Dalvíkurbyggð fékk úthlutað 5 störfum vegna atvinnuátaks ríkisstjórnarinnar fyrir námsmenn. Lagt er til að kostnaði vegna átaksins sé vísað á deild 06270 Vinnuskóla og ekki þurfi að koma til sérstakur viðauki.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir ofangreint.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 11:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 25. maí 2021, um atvinnuátak námsmanna 2021 og samkomulag, dagsett þann 21. maí 2021, milli Dalvíkurbyggðar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um störf við Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar til handa ungmennum sem verða 17 ára á árinu. Dalvíkurbyggð fékk úthlutað 5 störfum vegna atvinnuátaks ríkisstjórnarinnar fyrir námsmenn. Lagt er til að kostnaði vegna átaksins sé vísað á deild 06270 Vinnuskóla og ekki þurfi að koma til sérstakur viðauki. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir ofangreint."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.