Byggðaráð

662. fundur 10. maí 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá fræðslu- og menningarsviði; Starfsmannakönnun fræðslu- og menningarsviðs.

Málsnúmer 201303200Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Sviðstjóri kynnti helstu niðurstöður starfsmannakönnunar sviðsins um líðan og viðhorf sem lögð var fyrir nú í mars en niðurstöður eru almennt mjög jákvæðar.

Óskar óskarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:23 til annarra starfa.

Hildur Ösp vék af fundi.

2.Frá Málræktarsjóði; aðalfundur 2013.

Málsnúmer 201304090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Málræktarsjóði, dagsett þann 22. apríl 2013, þar sem fram kemur að aðalfundur sjóðsins verður haldinn föstudaginn 7. júní n.k. kl. 15:30 á Hótel Sögu, Snæfelli. Dalvíkurbyggð hefur rétt til að tilnefna fulltrúa á fundinn samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá forsætisráðuneytinu; Fundur um málefni þjóðlendna.

Málsnúmer 201305012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. maí 2013, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 16. maí n.k. kl. 14:00 í húsakynnum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri. Efni fundarins eru málefni þjóðlendna og einkum er ætlunin að fjalla um stofnun þjóðlendna í fasteignaskrá ásamt stofnun lóða innan þeirra auk annarra þeirra málefna sem tengjast þjóðlendum og sveitarstjórnarmenn kunna að vilja bera upp á fundinum. Þá er ætlunin að kynna drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna og drög að starfsreglum fyrir samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að  sveitarstjóri og sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

4.Frá stjórn Dalbæjar; Beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu.

Málsnúmer 201212017Vakta málsnúmer

Á 659. fundi byggðarráðs þann 21. mars 2013 var samþykkt að taka samingu á milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um bókhalds- og launavinnslu til frekari endurskoðunar í samræmi við umræður á fundinum og fól byggðarráð sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að tillögu hvað varðar endurskoðun á samningum og forsendum samningsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna tillöguna fyrir forsvarsmönnum Dalbæjar.

5.Ávöxtun og innistæður Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201301087Vakta málsnúmer

Á 656. fundi bæjarráðs þann 21. febrúar 2013 komu forstöðumaður eignastýringar og framkvæmdastjóri Rekstrarfélags verðbréfasjóða Íslenskra verðbréfa hf. á fundinn og kynntu starfsemi Íslenskra verðbréfa hf. sem og möguleika sveitarfélagsins hvað varðar ávöxtun.

Málið rætt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta þessum lið. Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:14 til annarra starfa.

6.Frá Sölku kvennakór; Styrkbeiðni vegna tónleikahalds 11. maí.

Málsnúmer 201304034Vakta málsnúmer

Á 661. fundi byggðarráðs þann 18. apríl 2013 var tekið fyrir erindi frá kvennakórnum Sölku, dagsett þann 11. apríl 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 vegna tónleika kórsins 11. maí n.k. í menningarhúsinu Bergi í tengslum við Eurovision vikuna 10. - 18. maí n.k. í Dalvíkurbyggð. Afgreiðslu erindisins var frestað þar sem fundurinn var ekki ályktunarhæfur hvað þennan lið á dagskrá varðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna beiðninni um styrk og vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu  menningarráðs en kórinn sendi einnig inn umsókn um styrk í menningarsjóð Dalvíkurbyggðar.

7.Lokastígur 2 0203; kauptilboð.

Málsnúmer 201203064Vakta málsnúmer

Á fundinum var tekið til umfjöllunar kauptilboð í fasteign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 0203, fastanúmer 215-5076, dagsett þann 7. maí 2013 að upphæð kr. 6.250.000 frá Jam íbúðum ehf., kt. 440211-0110. Ásett verð er kr. 7.000.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu kauptilboði.

8.Kauptilboð Dalvíkurbyggðar í eignarhluta Einingar-Iðju í Ráðhúsi Dalvíkur.

Málsnúmer 201303172Vakta málsnúmer

Á 660. fundi byggðarráðs þann 11.apríl 2013 samþykkti byggðarráð að veita sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til að gera tilboð, með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og sveitarstjórnar, í eignarhluta Einingar-Iðju í Ráðhúsi Dalvíkur í samræmi við umræður á fundinum.
Á 246. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2013 var ofangreind afgreiðsla byggðarráðs staðfest.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi kauptilboð Dalvíkurbyggðar í eignarhluta Einingar-Iðju í Ráðhúsi Dalvíkur, dagsett þann 19. apríl 2013, að upphæð kr. 10.000.000. Eining-Iðja hefur samþykkt kauptilboðið sem er undirritað f.h. Dalvíkurbyggðar með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og sveitarstjórnar. Afhending er 3. janúar 2014 og er gert ráð fyrir að greiða 1,0 m.kr. við undirritun kaupsamnings og 9,0 m.kr. dreift á árið 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint kauptilboð og vísar því til afgreiðslu í sveitarstjórn og leggur til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2013

9.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; undirbúningur.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Jóhann Ólafsson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 10:31.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014-2017.

Einnig fylgdi með til upprifjunar samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:

Apríl- maí (þegar ársreikningur liggur fyrir):
a)
Framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b)
Umræða í bæjarráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Teknar til umfjöllunar tillögur og áherslur úr framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd.
c)
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri taka saman helstu forsendur og leggur fyrir bæjarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Upplýsinga er m.a. aflað um atvinnuástand, verðlagsbreytingar og kjarasamningamál.
d)
Bæjarráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu
Umræðum og afgreiðslu á tímaramma frestað til næsta fundar.Umræðum um áherslur, markmið  og stefna í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins frestað til næsta fundar.

10.Landbúnaðarmál; ástand heyforða.

Málsnúmer 201305017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs.

Til umræðu staða mála hvað varðar heyforða bænda í sveitarfélaginu í tengslum við það fannfergi sem hefur verið í vetur og ástand túna.

Sviðstjórar gerðu grein fyrir þeim upplýsingum sem þeir hafa aflað um ofangreint.

Jóhann Ólafsson leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Byggðarráð Dalvíkurbyggðar skorar á atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands að tryggja fjármagn til Bjargráðasjóðs svo hann geti brugðist við með sérstækum aðgerðum, umsóknum bænda á norðurlandi vegna heykaupa með sama hætti og gert hefur verið annars staðar. Rekja má heyskort til óvenjulegra þurrka s.l. sumar sem ollu verulegum uppskerubresti og síðan bætist við óvenjulangur vetur með löngum gjafatíma. Því telur byggðarráð að hér sé um óvenjulegar náttúrulegar aðstæður að ræða sem brýnt sé að bregðast við nú þegar.

Sveitarstjóri vék af fundi til annarra starfa undir þessum lið kl. 10:58.

Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu Jóhanns Ólafssonar að bókun.b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda bréf til sauðfjárbænda  í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum.c) Byggðarráð felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að  móta heildartillögu um ofangreint mál sem færi fyrir sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs