Landbúnaðarmál; ástand heyforða.

Málsnúmer 201305017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs.

Til umræðu staða mála hvað varðar heyforða bænda í sveitarfélaginu í tengslum við það fannfergi sem hefur verið í vetur og ástand túna.

Sviðstjórar gerðu grein fyrir þeim upplýsingum sem þeir hafa aflað um ofangreint.

Jóhann Ólafsson leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Byggðarráð Dalvíkurbyggðar skorar á atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands að tryggja fjármagn til Bjargráðasjóðs svo hann geti brugðist við með sérstækum aðgerðum, umsóknum bænda á norðurlandi vegna heykaupa með sama hætti og gert hefur verið annars staðar. Rekja má heyskort til óvenjulegra þurrka s.l. sumar sem ollu verulegum uppskerubresti og síðan bætist við óvenjulangur vetur með löngum gjafatíma. Því telur byggðarráð að hér sé um óvenjulegar náttúrulegar aðstæður að ræða sem brýnt sé að bregðast við nú þegar.

Sveitarstjóri vék af fundi til annarra starfa undir þessum lið kl. 10:58.

Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu Jóhanns Ólafssonar að bókun.b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda bréf til sauðfjárbænda  í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum.c) Byggðarráð felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að  móta heildartillögu um ofangreint mál sem færi fyrir sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðaráð - 663. fundur - 16.05.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Á 247. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Á fundinum var lögð fram greinargerð sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs hvað varðar 10. lið c).

Til máls tók:
Jóhann Ólafsson.
Svanfríður Inga Jónasdóttir.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs.

Tillaga forseta um að byggðarráð fái fullnaðarumboð til þess að klára þetta mál samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir viðbrögðum við bréfi sem hann sendi út s.l. föstudag til sauðfjárbænda í sveitarfélaginu og vettvangsferð sviðstjóra og formanns landbúnaðarráðs í gær.
Börkur Þór vék af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að þátttaka Dalvíkurbyggðar í snjómokstri hjá þeim sauðfjárbændum sem hafa óskað eftir aðstoð samkvæmt viðbrögðum við bréfi sviðstjóra verði allt að 4 tímum á stað.  Verktaki velur viðeigandi tæki í samráði við bónda.  Dalvíkurbyggð greiðir milliferðir.  Þak Dalvíkurbyggðar á heildarkostnaði vegna þessa verkefni er kr. 500.000.  Sviðstjóri hefur heimild til þess að veita aðstoð á einhverjum stöðum umfram ofangreinda 4 tíma  ef snjóalög eru meiri en að jafnaði.    Ofangreint tekur gildi miðað við föstudaginn 10. maí 2013.  Vísað á málaflokk 13; landbúnaðarmál.