Húsnæðismál Skrifstofa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201303172

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 659. fundur - 21.03.2013

Á fundinum gerðu sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs byggðarráði grein fyrir vangaveltum varðandi húsnæðismál Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 660. fundur - 11.04.2013

Á 659. fundi byggðarráðs þann 21. mars 2013 gerðu sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs byggðarráði grein fyrir vangaveltum varðandi húsnæðismál Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.

Hluti af þeim vangaveltum var hvort skoða á þann möguleika að Eining-Iðja hefur sett eignarhluta sinn í Ráðhúsi Dalvíkur á söluskrá.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til að gera tilboð, með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og sveitarstjórnar,  í eignarhluta Einingar-Iðju í Ráðhúsi Dalvíkur í samræmi við umræður á fundinum

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Á 660. fundi byggðarráðs þann 11.apríl 2013 samþykkti byggðarráð að veita sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til að gera tilboð, með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og sveitarstjórnar, í eignarhluta Einingar-Iðju í Ráðhúsi Dalvíkur í samræmi við umræður á fundinum.
Á 246. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl 2013 var ofangreind afgreiðsla byggðarráðs staðfest.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi kauptilboð Dalvíkurbyggðar í eignarhluta Einingar-Iðju í Ráðhúsi Dalvíkur, dagsett þann 19. apríl 2013, að upphæð kr. 10.000.000. Eining-Iðja hefur samþykkt kauptilboðið sem er undirritað f.h. Dalvíkurbyggðar með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og sveitarstjórnar. Afhending er 3. janúar 2014 og er gert ráð fyrir að greiða 1,0 m.kr. við undirritun kaupsamnings og 9,0 m.kr. dreift á árið 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint kauptilboð og vísar því til afgreiðslu í sveitarstjórn og leggur til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2013