Starfsmannakönnun fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201303200

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 36. fundur - 27.03.2013

Sviðsstjóri kynnti helstu niðurstöður starfsmannakönnunar sviðsins um líðan og viðhorf sem lögð var fyrir nú í mars en niðurstöður er almennt mjög jákvæðar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 45. fundur - 16.04.2013

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála fór yfir helstu niðurstöður starfsmannakönnunar. Könnunin sýnir mjög jákvæðar niðurstöður. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar kynninguna og fagnar góðri niðurstöðu.

Fræðsluráð - 173. fundur - 08.05.2013

Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi kynnti helstu niðurstöður úr starfsmannakönnun sviðsins en könnunin var lögð fyrir í mars-apríl síðastliðinn. Starfmannakannanirnar koma vel út í skólunum, starfsfólki virðist líða vel í vinnunni, eiga gott samstarf sín á milli og  finnast gott að leita til síns yfirmanns. Mikill áhugi er á símenntun á sviði nútímatölvutækni í skólastarfi, fjölmenningarlegum kennsluháttum, réttri líkamsbeitingu í starfi ásamt fleiru. Nokkur áhugi var á notkun skólabúninga fyrir börn og mestur var hann hjá því starfsfólki sem vinnur með yngstu börnin. Spurt var um ákveðin gildi sem fólki þætti mikilvægust í skólunum og þau gildi sem fólk merkti helst við voru virðing, metnaður, gleði, ábyrgð, heiðarleiki og umhyggja. Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með svo góðar niðurstöður kannananna, ljóst er að starfsfólk skólana er að vinna vel og gera góða hluti. Jafnframt óskar ráðið eftir að stjórnendur skoði hvort rétt sé að bregðast við einhverjum af þeim ábendingum sem komu fram.

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Sviðstjóri kynnti helstu niðurstöður starfsmannakönnunar sviðsins um líðan og viðhorf sem lögð var fyrir nú í mars en niðurstöður eru almennt mjög jákvæðar.

Óskar óskarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:23 til annarra starfa.

Hildur Ösp vék af fundi.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15. fundur - 06.09.2019

Niðurstöður úr starfsmannakönnun starfsmanna Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagðar fram til kynningar.
Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tát fór yfir helstu niðurstöður úr starfsmannakönnun.