Frá stjórn Dalbæjar; Beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201212017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 650. fundur - 13.12.2012

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 26. nóvember 2012, er varðar beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar, heimils aldraðra, og Dalvíkurbyggðar, frá 10. janúar 2008.

Vísað er til þess að umfang vinnu launafulltrúa ætti að hafa minnkað með tilkomu tímaskráningarkerfis.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi einnig rafpóstur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til forstöðumanns Dalbæjar, dagsettur þann 21. nóvember 2012, þar sem upplýst er að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013-2016 var tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn 20. nóvember s.l. og hún samþykkt samhljóða. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir lækkun á þjónustusamningi milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar vegna bókhalds- og launavinnslu að upphæð kr. 720.000 vegna vinnu og þjónustu launafulltrúa. Áætluð greiðsla skv. samningi Dalbæjar árið 2013 er því kr. 5.730.000 í stað kr. 6.450.000.
Bæjarráð vísar í rafpóst sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs frá 21. nóvember s.l. þar sem forstöðumaður Dalbæjar er upplýstur um að búið er að bregðast við munnlegri beiðni um endurskoðun á samningnum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 651. fundur - 20.12.2012

Á 651. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 26. nóvember 2012, er varðar beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar, heimils aldraðra, og Dalvíkurbyggðar, frá 10. janúar 2008.

Vísað er til þess að umfang vinnu launafulltrúa ætti að hafa minnkað með tilkomu tímaskráningarkerfis.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi einnig rafpóstur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til forstöðumanns Dalbæjar, dagsettur þann 21. nóvember 2012, þar sem upplýst er að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013-2016 var tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn 20. nóvember s.l. og hún samþykkt samhljóða. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir lækkun á þjónustusamningi milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar vegna bókhalds- og launavinnslu að upphæð kr. 720.000 vegna vinnu og þjónustu launafulltrúa. Áætluð greiðsla skv. samningi Dalbæjar árið 2013 er því kr. 5.730.000 í stað kr. 6.450.000.

Bæjarráð vísar í rafpóst sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs frá 21. nóvember s.l. þar sem forstöðumaður Dalbæjar er upplýstur um að búið er að bregðast við munnlegri beiðni um endurskoðun á samningnum á þeim forsendum sem óskað var eftir, þ.e. um endurskoðun vegna vinnu launafulltrúa eftir tilkomu tímaskráningarkerfis.

Upplýst var á fundinum að samkvæmt formanni stjórnar Dalbæjar er verið að óska eftir endurskoðun á samningnum, þótt fram sé komið að Dalvíkurbyggð hefur brugðist við munnlegri beiðni um endurskoðun á samningum
Bæjarráð samþykkir að verða við ósk stjórnar Dalbæjar um endurskoðun á gildandi samningi um bókhald- og launavinnslu og óskar eftir fundi með stjórn Dalbæjar.  Bæjarráð óskar eftir að stjórn Dalbæjar leggi fram skýrar forsendur frá sér  til grundvallar beiðni um endurskoðun og hvaða atriði það eru sem stjórnin vill sjá með öðrum hætti.

Byggðaráð - 659. fundur - 21.03.2013

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 26. febrúar 2013, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Dalbæjar þann 11. febrúar 2013 fól stjórnin formanni stjórnar og forstöðumanni Dalbæjar að mæta á fund byggðarráðs til að gera grein fyrir forsendum stjórnar fyrir beiðni um endurskoðun á verksamningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar frá árinu 2008. Vísað er til bréfs Dalbæjar dagsett þann 26. nóvember 2012 þar sem borin er fram beiðni um endurskoðun á 5. gr. samningsins, þ.e. fjárhæðum og greiðslutilhögun.

Samkvæmt rafbréfi sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsettur þann 21. nóvember 2012, er upplýst að í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir lækkun á samningum að upphæð kr. 720.000 vegna vinnu og þjónustu launafulltrúa.

Til umræðu ofangreint.
Valdimar og Ásgeir Páll viku af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ofangreindum samningur verði  tekinn til frekari endurskoðunar í samræmi við umræður á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu.

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Á 659. fundi byggðarráðs þann 21. mars 2013 var samþykkt að taka samingu á milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um bókhalds- og launavinnslu til frekari endurskoðunar í samræmi við umræður á fundinum og fól byggðarráð sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að tillögu hvað varðar endurskoðun á samningum og forsendum samningsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna tillöguna fyrir forsvarsmönnum Dalbæjar.

Byggðaráð - 671. fundur - 29.08.2013

Á 662. fundi byggðarráðs þann 10. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Á 659. fundi byggðarráðs þann 21. mars 2013 var samþykkt að taka saminga á milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um bókhalds- og launavinnslu til frekari endurskoðunar í samræmi við umræður á fundinum og fól byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að tillögu hvað varðar endurskoðun á samningum og forsendum samningsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna tillöguna fyrir forsvarsmönnum Dalbæjar.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu byggðarráði grein fyrir fundi sínum með framkvæmdastjóra Dalbæjar og formanni stjórnar þann 13. maí 2013 s.l. en á þeim fundi voru til umfjöllunar þau gögn sem kynnt voru á fundi byggðarráðs þann 10. maí s.l.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið frá fundinum 13. maí 2013 og þeim tillögum sem fram hafa komið til að ljúka þessu máli. Næsti fundur með forsvarsmönnum Dalbæjar er n.k. mánudag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til samninga við forsvarsmenn Dalbæjar í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 674. fundur - 26.09.2013

Tekið fyrir bréf frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 23. september 2013, þar fram kemur að stjórn Dalbæjar samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2013 drög að samningi um bókhalds- og launavinnslu fyrir Dalbæ.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu ofangreind samningsdrög en þau voru kynnt á 671. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.