Lokastígur 2 0203; kauptilboð.

Málsnúmer 201203064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Á fundinum var tekið til umfjöllunar kauptilboð í fasteign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 0203, fastanúmer 215-5076, dagsett þann 7. maí 2013 að upphæð kr. 6.250.000 frá Jam íbúðum ehf., kt. 440211-0110. Ásett verð er kr. 7.000.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu kauptilboði.

Byggðaráð - 663. fundur - 16.05.2013

Á 662. fundi byggðarráðs þann 10. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Á fundinum var tekið til umfjöllunar kauptilboð í fasteign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 0203, fastanúmer 215-5076, dagsett þann 7. maí 2013 að upphæð kr. 6.250.000 frá Jam íbúðum ehf., kt. 440211-0110. Ásett verð er kr. 7.000.000.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu kauptilboði.

Á 247. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2013 var ofangreindum lið í fundargerð byggðarráðs vísað til byggðarráðs til úrvinnslu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi nýtt tilboð frá JAM íbúðir ehf., kt. 440211-0110, dagsett þann 10. maí 2013, að upphæð kr. 6.600.000 í húseign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 0203, fastanúmer 215-5076.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu tilboði.Rökstuðningur:Vegna erfiðra aðstæðna á húsnæðismarkaði í Dalvíkurbyggð þar sem íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs standa auðar og mikill þrýstingur er á leigumarkaði samþykkir byggðarráð að hafna kauptilboði í Lokastíg 2.  Þá samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að að svo stöddu verði ekki af frekari sölu á leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins.