Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Til allra sveitarstjórna Varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 202104103

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 983. fundur - 29.04.2021

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 13. apríl 2021, þar sem fram kemur að óskað er eftir upplýsingum um stöðu fjármála sveitarfélaga á yfirstandandi ári. Meðal þeirra upplýsinga sem eru nauðsynlegar í þessu sambandi eru fjárhagsáætlanir með viðaukum sem gerðar hafa verið á árinu. Mikilvægt er að umbeðnar upplýsingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. júní nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda umbeðnar upplýsingar.

Byggðaráð - 984. fundur - 06.05.2021

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 13. apríl 2021, þar sem fram kemur að óskað er eftir upplýsingum um stöðu fjármála sveitarfélaga á yfirstandandi ári. Meðal þeirra upplýsinga sem eru nauðsynlegar í þessu sambandi eru fjárhagsáætlanir með viðaukum sem gerðar hafa verið á árinu. Mikilvægt er að umbeðnar upplýsingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. júní nk.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda umbeðnar upplýsingar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagstetur þann 19. apríl 2021 þar sem vísað er til ofangreinds bréf ráðuneytisins og óskað er eftir að eftirfarandi upplýsingum um A-hluta verði skilað til ráðuneytisins;
1. Fjárhagsáætlun með samþykktum viðaukum

2. Yfirlit yfir útsvar fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun

3.Yfirlit yfir laun fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun

4. Yfirlit yfir fjárhagsaðstoð fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun

5. Yfirlit yfir fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.