Frá Kvennaathvarfinu; Styrkbeiðni vegna opnunar kvennaathvarfs á Norðurlandi

Málsnúmer 202006111

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 949. fundur - 09.07.2020

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu, dagsett þann 16. júní 2020, þar sem sótt er um styrk til sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna opnunar kvennaathvarfs, alls 2,5 milljónir króna til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins á tilraunatímanum.

Rekstur athvarfsins verður á ábyrgð Samtaka um kvennaathvarf en verður samvinnuverkefni samtakanna, Bjarmahlíðar, Aflsins, Félagsmálaráðuneytis, Dómsmálráðuneytis og Akureyrarbæjar auk þess sem treyst er á að önnur sveitarfélög á Norðurlandi eystra taki þátt í verkefninu með okkur.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2020 er gert ráð fyrir á deild 02800 styrkjum að upphæð kr. 200.000, þar af kr. 100.000 styrk til Aflsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð setji styrk í verkefnið ef öll sveitarfélögin á svæðinu taki þátt og að þátttaka með styrk verði til dæmis í hlutfalli við íbúafjölda.