Frá Golfklúbbnum Hamar; Golfvöllur í kirkjubrekkunni

Málsnúmer 202007038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 949. fundur - 09.07.2020

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 14:30 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar dagsett þann 7. júlí 2020, þar sem óskað er eftir að fá að vera með nokkrar brautir í kirkjubrekkunni, þar sem félagið var áður, þannig að krakkar og aðrir geti leikið sér. Fram kemur að svæðið fyrir ofan kirkjuna, sem hefur verið notað síðustu ár, var ekkert hirt í fyrrasumar og óbreytt fyrirkomulag verði þar á í sumar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að heimila Golfklúbbnum Hamar að vera með nokkrar brautir í kirkjubrekkunni til reynslu í sumar og að fyrirkomulagið sé með þeim hætti að tekið sé tillit til að svæðið er innan íbúðabyggðar. Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.