Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 201911073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 928. fundur - 05.12.2019

Tekið fyrir bréf frá Fiskistofu dagsett 18. nóvember þar sem upplýst er um sérstakt gjald af strandveiðibátum, hlutfall viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 01.05.2019 til 31.08.2019.

Samtals kemur í hlut Dalvíkurbyggðar 677.717 kr. Gjaldið er þannig sundurliðað á hafnir og kemur til greiðslu frá Fjársýslu Ríkisins:
Dalvík 658.178 kr.
Hauganes 19.538 kr.
Lagt fram til kynningar.