Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 201912006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 928. fundur - 05.12.2019

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 2. desember 2019, þar sem Sambandið hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

Einnig lagt fram mat sem kom fram við stjórnsýsluúttekt KPMG að fella skuli úr gildi samþykkt um afgreiðslur umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar nr. 211/2015.

Málin rædd.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að setja í samþykktir sveitarfélagsins sem nú eru í endurskoðun ákvæði um að fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórn­sýslu sveitarfélagsins töku fulln­aðar­ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Frekari umræðu frestað til næsta fundar en þá verði tekin umræða um drög að nýjum samþykktum með breytingum þar sem ofangreint er komið inn og tekið tillit til athugasemdar í stjórnsýsluúttekt KPMG.