Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024

Málsnúmer 201911112

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 91. fundur - 04.12.2019

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.

Það sem kemur inná málaflokka hjá veitu- og hafnaráði eru t.d.:

Atvinna og nýsköpun: Sjá markmiðin á bls 10, þá sérstaklega áhersluna á að auka opinbert fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar til landshlutans um 40%. Nauðsynlegt er að athuga hvort við getum eitthvað nýtt okkur þá sjóði sem eru í boði, t.d. til rannsóknarvinnu við vatnsöflun í Þorvaldsdal og smávirkjun í Brimnesá.

Umhverfismál: Bls. 25. Óheimilt er að skip brenni olíu í höfnum, og bls. 26. Að 10% af skólpi verði hluti af hringrásarhagkerfinu. Einnig sjá bls. 29. Skoða úrbætur í fráveitumálum og auka meðhöndlun skólps.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að leita upplýsinga um möguleika á utanaðkomandi aðstoð við gerð umsókna með vísan til markmiða sóknaráætlunar.

Byggðaráð - 928. fundur - 05.12.2019

Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024 og var hún lögð fram til kynningar á fundinum.

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.

Einnig lögð fram til upplýsinga skýrsla, Úttekt á framlögum til rannsókna og nýsköpunar eftir landshlutum 2014-2018, unnin af Daða Má Kristóferssyni prófessor við Háskóla Íslands. Skýrslan sýnir verulega rýran hlut flestra landshluta á meðan lungað úr framlögum fer til úthlutunar á höfuðborgarsvæðinu.

Farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og málin rædd. Sóknaráætlun 2020-2024 og skýrslan um úttekt á framlögum til rannsókna og nýsköpunar eftir landshlutum 2014-2018 verður kynnt sérstaklega í Atvinnumála- og kynningarráði, Umhverfisráði og Veitu- og hafnaráði.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 49. fundur - 06.12.2019

Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024. Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.

Farið yfir sóknaráætlun og úttekt á framlögum til rannsókna og nýsköpunar. Ljóst er að hlutur Norðurlands eystra er mjög rýr í úthlutun úr opinberum sjóðum. Málin rædd.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að afla upplýsinga um úthlutanir síðustu ára. Ákveðið að taka málefni sóknaráætlunar upp á dagskrá ráðsins með reglubundnum hætti.

Umhverfisráð - 331. fundur - 14.12.2019

Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024. Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar telur að skýrari markmiðasetning í tengslum við afhendingaröryggi og uppbyggingu rafmagnsflutningskerfis á svæðinu vanti í áætlunina.
Að öðru leyti gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við stefnuskjalið.

Menningarráð - 77. fundur - 27.01.2020

Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024.

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 52. fundur - 07.04.2020

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi sendi inn umsókn frá Dalvíkurbyggð um styrk í tengslum við hugmyndir um samstarfsverkefni atvinnumála- og kynningaráðs og umhverfisráðs á sviði umhverfismála. Engin úthlutun fékkst í það verkefni úr sóknaráætlun að þessu sinni.

Einnig til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar SSNE frá 21. febrúar 2020 en á þeim fundi var úthlutað 42,3 miljónum króna í áhersluverkefni á Norðurlandi eystra 2020.
Lagt fram til kynningar.