Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.
Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.
Fjallað hefur verið um málið á 6. fundi atvinnumálanefndar og 723. fundi byggðaráðs.