Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.Fjallað hefur verið um málið á 6. fundi atvinnumálanefndar og 723. fundi byggðaráðs.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða mað 5 atkvæðum að óska eftir umsögnum annarra fagráða á vegum Dalvíkurbyggðar og framkvæmdastjórnar.

Félagsmálaráð - 186. fundur - 25.03.2015

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Atvinnu- og kynningarmálanefnd um tékklista vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 11. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"4. Tékklisti og ferlar vegna verkefna - 201503058

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.Fjallað hefur verið um málið á 6. fundi atvinnumálanefndar og 723. fundi byggðaráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða mað 5 atkvæðum að óska eftir umsögnum annarra fagráða á vegum Dalvíkurbyggðar og framkvæmdastjórnar."Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreindur tékklisti.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindan tékklista.

Lagt fram.

Umhverfisráð - 262. fundur - 10.04.2015

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.
Umhverfisráð fagnar framtakinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 67. fundur - 21.04.2015

Með fundarboði fylgdi tékklisti sem kynningar- og atvinnumálaráð óskaði eftir að lagður yrði fram í öllum ráðum sveitarfélagsins.Lagt fram.

Menningarráð - 51. fundur - 22.04.2015

Með fundarboði fylgdi ferill vegna verkefna og tékklisti sem atvinnu- og kynningarmálaráð óskaði eftir tekið yrði fyrir í öllum ráðum sveitarfélagsins.
Lagt fram.

Veitu- og hafnaráð - 28. fundur - 29.04.2015

Umræða hefur verið innan stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar um að nauðsyn sé á að skerpa á ferli erinda sem koma til afgreiðslu og umfjöllunar hjá Dalvíkurbyggð. Því var gerður ofangreindur "Tékklisti" em hér er til kynningar.
Lagður fram til kynningar.

Ungmennaráð - 7. fundur - 30.04.2015

Með fundarboði fylgdi tékklisti sem kynningar- og atvinnumálaráð óskaði eftir að lagður yrði fram í öllum ráðum sveitarfélagsins.
Lagt fram.