Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur á Akureyri

Málsnúmer 201403115

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 10. fundur - 13.03.2014

Farið var til Akureyrar þar sem fjallað var um sameiginleg málefni HN og HS.
Sjá minnisblað vegna fundarins sem er fylgiskjal með þessari fundargerð.

Veitu- og hafnaráð - 11. fundur - 25.03.2014

Veitu- og hafnaráð fundaði á Akureyri með stjórn Hafnasamlags Norðurlands þann 13. mars sl.
Eins og að framan greinir var fundur með HN og HD í framhaldi af þeim fundi leggur HD fram eftirfarandi bókun.
Veitu- og hafnaráð hefur átt upplýsingafund með fulltrúum Hafnasamlags Norðurlands um framtíðarsýn og mögulega samstarfsfleti í starfi þessara hafnasjóða.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að skoðaður verði möguleiki á ávinningi frekara samstarfs hafnanna.

Veitu- og hafnaráð - 17. fundur - 23.09.2014

13. mars sl. var haldinn sameiginlegur fundur stjórna Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Hafnasambands Norðurlands. Samantekt vegna þessa fundar er meðfylgjandi fundargagn með þessum fundi.
Ráðið fór yfir fyrri samskipti á milli hafnanna.
Ráðið frestar umræðu um framangreint mál til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 20. fundur - 12.11.2014

Kynntar voru umræður sem áttu sér stað sl. vor á milli aðila.
Málinu frestað en ráðsmenn hvattir til að svara könnuninni sem fram kemur í 2. tl.

Veitu- og hafnaráð - 21. fundur - 03.12.2014

Með vísan til 20. fundar ráðsins, en á þeim fundi voru kynntar þær viðræður sem áttu sér stað sl. vor. Nú er málið tekið upp aftur hér.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að boða til sérstaks fundar um þetta mál fljótlega eftir áramót.

Veitu- og hafnaráð - 22. fundur - 14.01.2015

Á síðasta kjörtímabili áttu stjórnir Hafnasambands Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar viðræður um frekara samstarf og samvinnu.
Veitu- og hafnaráð óskar heimildar sveitastjórnar til að ganga til frekari viðræðna við Hafnasamband Norðurlands.

Veitu- og hafnaráð - 25. fundur - 25.02.2015

Til umræðu hefur verið nú um tíma að hefja viðræður við Hafnasamlag Norðurlands (HN) um samstarf og/eða sameiningu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar (HD)og HN. Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra vegna undirbúnings viðræðna á milli HD og HN.
Sveitarstjóra er falið að fullgera SVÓT greiningu sem unnin var á fundinum. Sviðstjóra falið að óska eftir fundi með Hafnasamlagi Norðurlands á Dalvík 25. mars nk.

Veitu- og hafnaráð - 27. fundur - 25.03.2015

Til fundarins er boðuð stjórn Hafnasamlags Norðurlands.

Viðræður hafa verið í gangi á milli HN og HD í gegnum árin um hugsanlegt samstarf hafnanna á ýmsum sviðum. Ákveðið var að stíga frekara skref í þeim viðræðum.
Sameiginlegur fundur Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar haldinn í Ráðhúsinu Dalvík 25. mars 2015 samþykkir eftirfarandi ályktun samhljóða.





Sameiginlegur fundur stjórna HN og HD samþykkir að stofnaður verði fjögurra manna vinnuhópur, tveir frá hvorri stjórn sem hefði það verkefni að taka saman gögn sem gæfi stjórnunum glögga mynd af hugsanlegri sameiningu.



Gestir yfirgáfu fundinn kl. 18:10.





Veitu- og hafnaráð samþykkir að tilnefna Pétur Sigurðsson, formann ráðsins og Óskar Óskarsson varaformann sem fulltrúa Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í ofangreindan viðræðuhóp.

Veitu- og hafnaráð - 28. fundur - 29.04.2015

Búið er að tilnefna fulltrúa í samráðsnefnd hjá báðum aðilum. Fram kom hjá formanni að búið er að boða til fundar 5. maí n.k.
Kynnt fundarmönnum.

Veitu- og hafnaráð - 30. fundur - 27.05.2015

Formaður ráðsins gerði grein fyrir starfi nefndar um samráð/sameiningu hafna í Eyjafirði.
Formaður gerði grein fyrir fundinum.

Veitu- og hafnaráð - 41. fundur - 04.11.2015

Siglingasvið Vegagerðar ríkisins hefur unnið fyrir Hafnasamlag Norðurlands ástandsskoðun á höfnum þess og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Hún liggur nú fyrir og er eftirfarandi helstu niðurstöður úttektarinnar fyrir Hafnasjóð dalvíkurbyggðar.

“ Stærstu bryggjukantarnir í Dalvíkurbyggð eru komnir á tíma og er áætlað að á næsta áratugi þurfi að ráðast í lagfæringar og/eða endurbyggja þá báða. Aðrir bryggjukantar í Dalvíkurbyggð eru í góðu lagi en má þó taka fram að nauðsynlegt verður að ráðast í endurbætur á Hauganesbryggju ef notkunin á henni breytist í framtíðinni. Kerið á bryggjunni er orðið slæmt og sjór gengur yfir grjótgarðinn sem hefur valdið úrskolun í fyllingu aftan við stálþilið.“
Lögð fram til kynningar.

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar viðræður á milli Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Hafnasamlags Norðurlands um samstarf og/eða sameiningu.



Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 25. mars 2015 var lagt til að Pétur Sigurðsson og Óskar Óskarsson verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í viðræðuhópi sem hefur það verkefni að taka saman gögn sem gæfi glögga mynd af hugsanlegri sameiningu.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 42. fundur - 16.12.2015

Formaður veitu- og hafnaráðs kynnti fyrir ráðsmönnum þær viðræður sem átt hafa sér stað síðan þetta málefni var síðast til umræðu á fundi ráðsins. Lagt var fram á fundinum "Minnisblað vegna mögulegrar sameiningar Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkur".
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 45. fundur - 09.03.2016

Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi mætti til fundar kl. 8:00 og yfirgaf fund kl. 9:10
Á 27. fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 25. mars. 2015, voru þeir Pétur Sigurðsson, formaður, og Óskar Óskarsson, varaformaður, tilnefndir í vinnuhóp til að taka saman gögn sem gæfi stjórnum félaganna glögga mynd að hugsanlegri samvinnu eða sameiningu HN og HD.

Nú liggur fyrir fundi ráðsins minnisblað og ýmis önnur gögn sem hafa verið unnin í tengslum við þessar viðræður um samstarf eða sameiningu hafnasjóðanna.

Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi. Hann fór yfir ýmis gögn og sýndi þær breytingar sem fyrirséðar framkvæmdir hafa á rekstur hafnasjóðs og sveitarsjóðs.

Veitu- og hafnarráð frestar afgreiðslu málsins.

Byggðaráð - 785. fundur - 11.08.2016

Bókað í trúnaðarmálabók.



Pétur, Ásdís og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:55.