Bætt aðstaða við flotbryggju.

Málsnúmer 201403194

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 11. fundur - 25.03.2014

Til umræðu hefur verið hvernig hægt sé að fjölga flotbryggjum í Dalvíkurhöfn.
Á fundinn var mættur Gunnþór Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður.
Gunnþór lagði fram tilboð frá Króla ehf, sem dagsett er 25. mars 2014, þar er bæði boðið 15m flotbryggja og 20m.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að taka tilboðinu og vísar ákvörðuninni til verðandi endurskoðunar á framkvæmdaáætlun 2014.