Veitu- og hafnaráð

7. fundur 12. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Framlög til hafnaframkvæmda í fjárlögum 2014

Málsnúmer 201310104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kynning á samantekt Hafnasambands Íslands á framlögum til hafnargerðar í landinu öllu á næsta ári skv. fjárlögum.
Lagt fram.

2.Íslenski sjávarklasinn

Málsnúmer 201311177Vakta málsnúmer

Föstudaginn 15. nóvember nk. verður haldin vinnustofa um mótun sameiginlegrar langtímastefnu fyrir aðildarhafnir Hafnasambands Íslands í Húsi Sjávarklasans, Grandagarði 16. Vinnustofan hefst stundvíslega kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að Svanfríður Jónasdóttir, hafnastjóri, sæki fundinn.

3.Árskógssandur, aðstaða fyrir ferðafólk

Málsnúmer 201311198Vakta málsnúmer

Með rafpósti frá aðstoðarvegamálastjóra, sem dagsettur er 24. október 2013, er vakin athygli á aðstöðuleysi fyrir farþega Hríseyjarferjunnar. Í rafpóstinum er velt upp þeirri spurningu hvort Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar kæmi að kostnaði við byggingu á aðstöðu fyrir farþega ferjunnar.
Hafnastjóra og sviðstjóra er falið að ræða við umhverfis- og tæknisvið um útfærslu hugmynda að lausn á erindinu sem yrði síðan kynnt á fundi ráðsins.

4.Vatnsveita Dalvíkurbyggðar, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni er tvíþætt annars vegar er um að ræða breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar september 2012 (114,8 stig) til september 2013 (118,6 stig), sem tekur til tengigjalda og aukavatnsgjalds og hins vegar álagningu vatnsgjalds en sú hækkun á milli ára er 3,3%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014.

5.Fráveita Dalvíkurbyggðar, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310015Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni er tvíþætt annars vegar er um að ræða að nýjum gjaldastofni er bætt við þá aðila sem greiða rotþróargjald þannig að til viðbótar greiða þeir einnig fasta gjald til að standa straum af niðursetningu rotþróar og annan frágang henni tengdri, hins vegar álagningu fráveitugjalds en sú hækkun á milli ára er 3,3%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014.

6.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2013

Málsnúmer 201311176Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2013. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 277,90kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 3.750.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðan útreikning.Ráðið mun fara í vinnu við endurskoðun á reglum um úthlutun á greiðslum vegna jöfnunar húshitunarkostnaðar á næsta ári.

7.Skipurit á starfssemi veitna

Málsnúmer 201311196Vakta málsnúmer

Vegna fyrirsjáanlegrar breytinga í starfsmannahaldi er eðlilegt að endurskoða skipuritið og færa það betur að þörfum veitnanna. Til þess að takast á við kröfur til sem gerðar eru til starfsmanna og einnig þær sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum er orðin þörf á að fá fagmenntaða aðila að starfsseminni.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að starf verkstjóra veitna verði lagt niður frá og með næstu áramótum.

8.Ljósleiðarakerfi fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201301072Vakta málsnúmer

Vegna umræðna sem átt hafa sér stað um ljósleiðaratengingu sveitafélaga var óskað eftir því að fá kynningu á því hvernig staða þessa máls væri í Dalvíkurbyggð. Umrætt málefni hefur ekki verið formlega falið veitu- og hafnaráði til umsjónar.
Ráðsmenn kynntu sér skýrslu sem unnin hefur verið fyrir sveitarstjórn um gagnaveitu fyrir Dalvíkurbyggð.

9.Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310005Vakta málsnúmer

Til umræðu er:
1. Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
2. Gjaldskrá vegna útleigu á verðbúðum við Dalvíkurhöfn
3. Reglur um útleigu á atvinnuhúsnæði í eigu
Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
Breyting á gjaldskrá Hafnasjóðs er 3,3% og að auki hefur verið bætt við gjaldalið sem tekur á farþegagjaldi rekstraraðila sem eru í ferðaþjónustu. Gjaldskrá vegna atvinnuhúsnæðis, lagt til að hún hækki um 3,3%. Hún tekur einnig til hvernig staðið er að t.d. útleigu húsnæðisins og öðru sem því við kemur.
Veitu - og hafnaráð samþykkir framlagða Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Gjaldskrá vegna útleigu á verðbúðum við Dalvíkurhöfn. Einnig samþykkir ráðið framlagðar reglur um útleigu á atvinnuhúsnæði í eigu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

10.Aðstaða fyrir báta Bátaferða í Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 201311195Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá Bátaferðum ehf. og Arctic Sea Tours ehf. ódagsett en barst 11. nóvember 2013.

Í bréfinu er óskað eftir því að farið verði í framkvæmdir varðandi framtíðaraðstöðu fyrir báta Bátaferða ehf. sem eru gerðir út í hvalaskoðun frá Dalvík.

Erindið berst löngu eftir að frestir eru liðnir varðandi fjárhagsáætlun 2014 og er svigrúm veitu- og hafnaráðs því mjög lítið til að bregðast við varðandi næsta ár. Ráðið lýsir yfir áhuga sínum að eiga samstarf við Bátaferðir ehf. og Arctic Sea Tours ehf. um skipulag og uppbyggingu vegna hvalaskoðunar frá Dalvík.  

Veitu- og hafnaráð felur hafnastjóra og sviðstjóra að eiga viðræður við forsvarsmann fyrirtækisins um efni bréfsins og mögulegar lausnir fyrir árið 2014.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir sveitarstjóri