Vatnsveita, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310016

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 6. fundur - 10.10.2013

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.
Kolbrún Reynisdóttir leggur fram eftirfarandi bókun. Lagt til að við næstu endurskoðun á gjaldskrám verði horft til hækkun á kostnaði veitnanna í stað vísitöluhækkunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti samþykkt ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 7. fundur - 12.11.2013

Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breyting á gjaldskránni er tvíþætt annars vegar er um að ræða breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar september 2012 (114,8 stig) til september 2013 (118,6 stig), sem tekur til tengigjalda og aukavatnsgjalds og hins vegar álagningu vatnsgjalds en sú hækkun á milli ára er 3,3%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014.