Aðstaða fyrir báta Bátaferða í Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 201311195

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 7. fundur - 12.11.2013

Tekið var fyrir bréf frá Bátaferðum ehf. og Arctic Sea Tours ehf. ódagsett en barst 11. nóvember 2013.

Í bréfinu er óskað eftir því að farið verði í framkvæmdir varðandi framtíðaraðstöðu fyrir báta Bátaferða ehf. sem eru gerðir út í hvalaskoðun frá Dalvík.

Erindið berst löngu eftir að frestir eru liðnir varðandi fjárhagsáætlun 2014 og er svigrúm veitu- og hafnaráðs því mjög lítið til að bregðast við varðandi næsta ár. Ráðið lýsir yfir áhuga sínum að eiga samstarf við Bátaferðir ehf. og Arctic Sea Tours ehf. um skipulag og uppbyggingu vegna hvalaskoðunar frá Dalvík.  

Veitu- og hafnaráð felur hafnastjóra og sviðstjóra að eiga viðræður við forsvarsmann fyrirtækisins um efni bréfsins og mögulegar lausnir fyrir árið 2014.